Erlent

Pútín fer ókeypis í leigubíl hér eftir

Pútín þóttist himinlifandi þegar hann fékk skírteinið að gjöf.
Pútín þóttist himinlifandi þegar hann fékk skírteinið að gjöf. Mynd/AFP
Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Pútín, hefur fengið skírteini að gjöf frá helstu leigubílasamtökum Rússlands sem gerir honum kleift að ferðast ókeypis í leigubíl til lífstíðar.

„Þetta mun koma sér vel, " sagði Pútín og kvaðst ákaflega þakklátur þegar honum var afhent skírteinið.

Pútín er þó ekki mjög líklegur til að nota leigubíla mikið á næstu mánuðum, því þrátt fyrir miklar vinsældir meðal fólks í landinu er hann ekki mjög hátt skrifaður hjá leigubílastjórum. 1. september næstkomandi taka gildi lög sem skylda alla leigubílsstjóra til að mála ökutæki sín gul, nota gjaldmæli og skrifa upp kvittun fyrir hvern farþega. Þetta eru leigubílastjórar ekki par sáttir með og hafa gagnrýnt Pútín og ríkisstjórn hans mjög fyrir vikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×