Enski boltinn

Ancelotti búinn að gefast upp - hugsar um Meistaradeildarsæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur nánast afskrifað þann möguleika að liði hans takist að verja enska meistaratitilinn í ár.

Chelsea er tíu stigum á eftir toppliði Man. Utd og Ancelotti veit sem er að róðurinn verður þungur.

"Það er erfitt að trúa því að við getum komið til baka og barist um titilinn. Bilið á milli okkar og United er ansi stórt ef ég á að vera heiðarlegur," sagði Ancelotti sem segir liðið hugsa um annað í augnablikinu.

"Aðalatriðið núna er að ná einu af fjórum efstu sætunum og tryggja þannig þáttökuréttinn í Meistaradeildinni að ári. Við verðum að taka þetta leik fyrir leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×