Erlent

Drukkið úr höfuðkúpum

Breskir vísindamenn segjast hafa fundið þrjár höfuðkúpur sem notaðar voru sem drykkjarílát á ísöldinni. Þær eru taldar vera 14.700 ára gamlar og fundust í helli á Englandi.

Höfuðkúpurnar, tvær af fullorðnum og ein af barni, eru taldar þær elstu sem hafa fundist sem hafa verið notaðar sem drykkjarílát. Sú iðja að nýta höfuðkúpur manna sem ílát er vel þekkt og sýnir hve menn voru lagnir við að meðhöndla mannslíkamann sér til gagns. - áe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×