Bandaríkjamenn útiloka ekki afskipti 8. mars 2011 08:00 Sprengjuárás skammt frá Ras Lanuf Uppreisnarmenn hlaupa í skjól þegar sprengjurnar springa. nordicphotos/AFP Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnarsveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, sagði að meðal þess sem til greina kemur, sé að samþykkja flugbann yfir Líbíu. Bretar og Frakkar eru þegar byrjaðir að semja ályktun um flugbann, sem leggja á fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði þó að ekki væri efst á listanum að senda bandarískan landher inn í Líbíu. Rússar ítrekuðu í gær andstöðu sína við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Bent hefur verið á að flugbann verði ekki framkvæmanlegt nema með því að eyðileggja fyrst loftvarnakerfi Líbíuhers, svo hægt verði að fljúga erlendum herþotum yfir landið til að framfylgja flugbanninu. NATO hefur þegar ákveðið að efla eftirlitsflug yfir Líbíu, þannig að því verði hér eftir haldið úti allan sólarhringinn. Þá er NATO að kanna möguleika til að aðstoða við hjálparstörf. Liðsmenn Gaddafís hafa undanfarna daga gert loftárásir á uppreisnarmenn nálægt borgum, sem barist er um. Bardagar hafa geisað, meðal annars í höfuðborginni Trípolí. Í gær voru gerðar loftárásir á uppreisnarmenn skammt frá Ras Lanuf, olíuhöfn við Miðjarðarhafið sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Vegna loftárásanna hefur hægt á tilraunum uppreisnarmanna til að ráðast inn í höfuðborgina Trípolí, þar sem Gaddafí og liðsmenn hans hafa höfuðstöðvar. Uppreisnarmenn segjast bíða eftir því að flugbann verði samþykkt en segjast ekki vilja innrás erlends landhers. Þeir segjast geta barist við hersveitir Gaddafís, jafnvel þótt þær séu vopnaðar skriðdrekum og flugskeytum, en árásir flughersins ráða þeir ekkert við. Margt bendir til þess að langvinn borgarstyrjöld sé hafin í Líbíu, sem gæti staðið vikum eða jafnvel mánuðum saman. Gaddafí er sagður ráða yfir mjög öflugum flugher, en hefur þó ekki beitt honum af fullum krafti til þessa. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnarsveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, sagði að meðal þess sem til greina kemur, sé að samþykkja flugbann yfir Líbíu. Bretar og Frakkar eru þegar byrjaðir að semja ályktun um flugbann, sem leggja á fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði þó að ekki væri efst á listanum að senda bandarískan landher inn í Líbíu. Rússar ítrekuðu í gær andstöðu sína við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Bent hefur verið á að flugbann verði ekki framkvæmanlegt nema með því að eyðileggja fyrst loftvarnakerfi Líbíuhers, svo hægt verði að fljúga erlendum herþotum yfir landið til að framfylgja flugbanninu. NATO hefur þegar ákveðið að efla eftirlitsflug yfir Líbíu, þannig að því verði hér eftir haldið úti allan sólarhringinn. Þá er NATO að kanna möguleika til að aðstoða við hjálparstörf. Liðsmenn Gaddafís hafa undanfarna daga gert loftárásir á uppreisnarmenn nálægt borgum, sem barist er um. Bardagar hafa geisað, meðal annars í höfuðborginni Trípolí. Í gær voru gerðar loftárásir á uppreisnarmenn skammt frá Ras Lanuf, olíuhöfn við Miðjarðarhafið sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Vegna loftárásanna hefur hægt á tilraunum uppreisnarmanna til að ráðast inn í höfuðborgina Trípolí, þar sem Gaddafí og liðsmenn hans hafa höfuðstöðvar. Uppreisnarmenn segjast bíða eftir því að flugbann verði samþykkt en segjast ekki vilja innrás erlends landhers. Þeir segjast geta barist við hersveitir Gaddafís, jafnvel þótt þær séu vopnaðar skriðdrekum og flugskeytum, en árásir flughersins ráða þeir ekkert við. Margt bendir til þess að langvinn borgarstyrjöld sé hafin í Líbíu, sem gæti staðið vikum eða jafnvel mánuðum saman. Gaddafí er sagður ráða yfir mjög öflugum flugher, en hefur þó ekki beitt honum af fullum krafti til þessa. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira