Erlent

Sarkozy í vandræðum vegna ráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sarkozy er í vandræðum vegna þess að ráðherra í ríkisstjórn hans er sakaður um kynferðisbrot. Mynd/ afp.
Sarkozy er í vandræðum vegna þess að ráðherra í ríkisstjórn hans er sakaður um kynferðisbrot. Mynd/ afp.
Ráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozys, forseta Frakklands, er sakaður um að hafa áreitt tvær konur kynferðislega. Fréttirnar af meintum kynferðisbrotum berast nú, einungis um tveimur vikum eftir að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var ákærður fyrir að brjóta gegn herbergisþernu á hóteli í New York.

Strauss-Kahn hugðist bjóða sig fram í forsetakosningum í Frakklandi á næsta ári. Brot mannsins gegn konunum eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2007-2010. Daily Telegraph segir að konurnar hafi talið að þeim væri skylt að segja frá árásunum eftir að mál Strauss-Kahn kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×