Innlent

Nesat mættur til Hong Kong

Mynd/AP
Fellibylurinn Nesat sem gekk yfir Filippseyjar í vikunni gengur nú yfir Hong Kong. Skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað í borginni en miklar rigningar fylgja óveðrinu. Þá er kauphöllin í borginni einnig lokuð.

Samgöngur liggja einnig niðri að miklu leyti í borginni sem er hafnarborg og nýtir fólk sér ferjusiglingar í miklum mæli. Að minnsta kosti tveir hafa slasast í rokinu þegar stillans féll á leigubíl. Að minnsta kosti átján létust þegar Nesat gekk yfir Filippseyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×