Jóhanna Sigurðardóttir: Kvótafrumvarpið gallað og rannsókn of hæg 29. september 2011 20:15 Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra sagði það rangt sem ríkisstjórnin hefur verið sökuð um, að hún láti sitt eftir liggja í atvinnusköpun hér á landi. Hún sagði í viðtali í Kastljósi, sem var í raun nokkurskonar fyrirspurnartími, að ríkisstjórnin væri búin að greiða fyrir atvinnusköpun hér á landi fyrir 80 milljarða króna. Þannig væru stórar fjárfestingar í gangi, meðal annars á Suðvesturhorni landsins sem og á Norðausturhorninu. „Það er því margt í pípunum sem eykur á bjartsýni," sagði Jóhanna áður en almenningi gafst kostur á að hringja inn og spyrja forsætisráðherrann spurninga. Hún benti meðal annars á að hagvöxtur hér á landi væri að glæðast og spár um minnkandi atvinnuleysi árið 2013 myndu líklegast ganga eftir, en þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði komið niður í um fjögur prósent. Þá sagði Jóhanna að frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu væri gallað og nú væri verið að fara yfir ábendingar hagsmunaaðila og fleiri um það sem betur mætti fara. Þá fullyrti Jóhanna að ríkisstjórnin væri að fara sáttaleið með frumvarpinu. Fyrirspurnartíminn hófst á spurningu Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka Heimilanna, þar sem hún spurði ráðherrann hvort hún ætlaði að veita viðtöku 30 þúsund undirskrifta á laugardaginn og Jóhanna sagðist að sjálfsögðu ætla að gera það. Þá sagði Jóhanna að hún væri búin að kynna sér leiðir hagsmunasamtakanna og vildi ennfremur setjast niður með samtökunum og matsfyrirtækjum sem og Fjármálaeftirlitinu vegna ágreinings um það hversu miklar afskriftir af skuldum heimilanna raunverulega væru. Jóhanna sagði það óþolandi að tölurnar stönguðust á. Það þyrfti að fá endanlegan botn í þær tölur. Þá spurði einn áhorfandi Kastljóss Jóhönnu hvort hún efaðist ekki um aðildarumsókn að ESB í ljósi þeirra þrenginga sem þar eru. Jóhanna sagði skuldavanda evruríkjanna tímabundin og hún hefði fulla trú á því að Evrópusambandslöndin myndu klára sín mál. Hún sagðist sannfærð um að ESB væri besta leiðin til þess fá stöðugleika í landið auk þess sem aðild að ESB myndi lækka matvöruverð og vexti hér á landi. Þá var Jóhanna einnig spurð út í stöðu útrásavíkinga svokallaðra. Jóhanna sagðist telja gang rannsóknar Sérstaks saksóknara of hæga en ríkisstjórnin hefði veitt verulegu fjármagni til embættisins til þess að hraða málum. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra sagði það rangt sem ríkisstjórnin hefur verið sökuð um, að hún láti sitt eftir liggja í atvinnusköpun hér á landi. Hún sagði í viðtali í Kastljósi, sem var í raun nokkurskonar fyrirspurnartími, að ríkisstjórnin væri búin að greiða fyrir atvinnusköpun hér á landi fyrir 80 milljarða króna. Þannig væru stórar fjárfestingar í gangi, meðal annars á Suðvesturhorni landsins sem og á Norðausturhorninu. „Það er því margt í pípunum sem eykur á bjartsýni," sagði Jóhanna áður en almenningi gafst kostur á að hringja inn og spyrja forsætisráðherrann spurninga. Hún benti meðal annars á að hagvöxtur hér á landi væri að glæðast og spár um minnkandi atvinnuleysi árið 2013 myndu líklegast ganga eftir, en þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði komið niður í um fjögur prósent. Þá sagði Jóhanna að frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu væri gallað og nú væri verið að fara yfir ábendingar hagsmunaaðila og fleiri um það sem betur mætti fara. Þá fullyrti Jóhanna að ríkisstjórnin væri að fara sáttaleið með frumvarpinu. Fyrirspurnartíminn hófst á spurningu Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka Heimilanna, þar sem hún spurði ráðherrann hvort hún ætlaði að veita viðtöku 30 þúsund undirskrifta á laugardaginn og Jóhanna sagðist að sjálfsögðu ætla að gera það. Þá sagði Jóhanna að hún væri búin að kynna sér leiðir hagsmunasamtakanna og vildi ennfremur setjast niður með samtökunum og matsfyrirtækjum sem og Fjármálaeftirlitinu vegna ágreinings um það hversu miklar afskriftir af skuldum heimilanna raunverulega væru. Jóhanna sagði það óþolandi að tölurnar stönguðust á. Það þyrfti að fá endanlegan botn í þær tölur. Þá spurði einn áhorfandi Kastljóss Jóhönnu hvort hún efaðist ekki um aðildarumsókn að ESB í ljósi þeirra þrenginga sem þar eru. Jóhanna sagði skuldavanda evruríkjanna tímabundin og hún hefði fulla trú á því að Evrópusambandslöndin myndu klára sín mál. Hún sagðist sannfærð um að ESB væri besta leiðin til þess fá stöðugleika í landið auk þess sem aðild að ESB myndi lækka matvöruverð og vexti hér á landi. Þá var Jóhanna einnig spurð út í stöðu útrásavíkinga svokallaðra. Jóhanna sagðist telja gang rannsóknar Sérstaks saksóknara of hæga en ríkisstjórnin hefði veitt verulegu fjármagni til embættisins til þess að hraða málum.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira