Sjómenn í vondu formi - áhöfn missti samanlagt einn mann 29. september 2011 22:00 Sjómenn vinna mikla erfiðisvinnu en gætu verið í betra formi. Mynd Hari Forvarnarverkefni sem ætlað er að bæta heilsu íslenskra sjómanna hefur skilað góðum árangri með því að fækka veikindardögum og lækka slysatíðni. Forvarnarfulltrúi segir mikla þörf á slíkri íhlutun þar sem stéttin sé almennt illa á sig komin. Sonja Sif Jóhannsdóttir hefur unnið að því í fimm ár að bæta andlega og líkamlega heilsu íslenskra sjómanna, fyrst í gegnum meistaraprófsverkefni sitt í íþrótta- og heilsufræði og síðan sem forvarnarfulltrúi hjá Tryggingamiðstöðinni. „Heilsa sjómanna er nefnilega alls ekki nógu góð,“ segir Sonja Sif og bætir við: „Ef við hugum að einstaklingunum þá eru þeir heilt yfir alltof þungir, með alltof hátt kólesteról, of háan blóðþrýsting og þrekið er mjög slakt, ég verð bara að segja það, og það er það sem við höfum að markmiði að bæta,“ segir Sonja Sif. Sonja vinnur enga venjulega skrifstofuvinnu, því hún fylgir sjómönnum á haf út og kynnist þannig lífi þeirra um borð. Og hún hefur meðal annars komist að því að það er erfitt að hlaupa á hlaupabrettinu úti á sjó. „Þannig að við tókum frekar inn hjól, þrekstiga og annað slíkt því ég legg mikið upp úr því að þeir hreyfi sig með þessari vinnu sem þeir eru í,“ segir Sonja. Sonja leggur einnig mikla áherslu á mataræðið um borð og hefur unnið náið með sjókokkum til að bæta þar úr. Vinnan hefur þegar skilað árangri. „Við töpuðum á einni áhöfninni á sex mánuðum 150 kg, við göntuðumst með það að einn maður hafi farið fyrir borð.“ Breytingar á mataræði og hreyfingu hafa svo haft áframhaldandi jákvæð áhrif. Sjómennirnir sem Sonja hefur unnið með segjast sofa betur og nokkrir þeirra eru hættir að reykja svo dæmi séu tekin. Þá segir hún fyrirtækin njóta góðs af bættri heilsu sjómanna með fækkun veikindadaga og slysa. „Dýrmætasta auðlindin er starfsmennirnir. Fyrirtækin eru að sjá gífurlega fækkun í slysum og bara eitt lítið dæmi sem við erum búin að vera að vinna með markvisst síðastliðin þrjú ár, þar minnkaði slysum og veikindum úr 53% niður í 13% og það eru einmitt tölurnar sem við viljum sjá,“ segir Sonja að lokum. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Forvarnarverkefni sem ætlað er að bæta heilsu íslenskra sjómanna hefur skilað góðum árangri með því að fækka veikindardögum og lækka slysatíðni. Forvarnarfulltrúi segir mikla þörf á slíkri íhlutun þar sem stéttin sé almennt illa á sig komin. Sonja Sif Jóhannsdóttir hefur unnið að því í fimm ár að bæta andlega og líkamlega heilsu íslenskra sjómanna, fyrst í gegnum meistaraprófsverkefni sitt í íþrótta- og heilsufræði og síðan sem forvarnarfulltrúi hjá Tryggingamiðstöðinni. „Heilsa sjómanna er nefnilega alls ekki nógu góð,“ segir Sonja Sif og bætir við: „Ef við hugum að einstaklingunum þá eru þeir heilt yfir alltof þungir, með alltof hátt kólesteról, of háan blóðþrýsting og þrekið er mjög slakt, ég verð bara að segja það, og það er það sem við höfum að markmiði að bæta,“ segir Sonja Sif. Sonja vinnur enga venjulega skrifstofuvinnu, því hún fylgir sjómönnum á haf út og kynnist þannig lífi þeirra um borð. Og hún hefur meðal annars komist að því að það er erfitt að hlaupa á hlaupabrettinu úti á sjó. „Þannig að við tókum frekar inn hjól, þrekstiga og annað slíkt því ég legg mikið upp úr því að þeir hreyfi sig með þessari vinnu sem þeir eru í,“ segir Sonja. Sonja leggur einnig mikla áherslu á mataræðið um borð og hefur unnið náið með sjókokkum til að bæta þar úr. Vinnan hefur þegar skilað árangri. „Við töpuðum á einni áhöfninni á sex mánuðum 150 kg, við göntuðumst með það að einn maður hafi farið fyrir borð.“ Breytingar á mataræði og hreyfingu hafa svo haft áframhaldandi jákvæð áhrif. Sjómennirnir sem Sonja hefur unnið með segjast sofa betur og nokkrir þeirra eru hættir að reykja svo dæmi séu tekin. Þá segir hún fyrirtækin njóta góðs af bættri heilsu sjómanna með fækkun veikindadaga og slysa. „Dýrmætasta auðlindin er starfsmennirnir. Fyrirtækin eru að sjá gífurlega fækkun í slysum og bara eitt lítið dæmi sem við erum búin að vera að vinna með markvisst síðastliðin þrjú ár, þar minnkaði slysum og veikindum úr 53% niður í 13% og það eru einmitt tölurnar sem við viljum sjá,“ segir Sonja að lokum.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira