Hafa ekki tök á að auka framlög til Sólheima Hugrún Halldórsdóttir skrifar 17. apríl 2011 13:00 Frá Sólheimum. Mynd/Úrsafni Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður. Sólheimar eru án þjónustusamnings en samningaviðræður við Árborg hafa staðið yfir í rúma þrjá mánuði án árangurs. Samninganefnd Sólheima lagði fram tillögu að bráðabirgðasamkomulagi vegna ársins 2011 um miðjan febrúar, en Árborg hafnaði henni í byrjun síðasta mánaðar. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir engin gagntilboð hafa borist né lausnir um hvernig leysa megi málin. „Staðan hér er þannig að við erum að bera kostnað og veita þjónustu miðað við þarfir okkar fólks 2011, en greiðslur til Sólheima þær miðast við þarfir og forsendur ársins 2002," segir Guðmundur. „Okkur ber skylda til þess að veita fötluðu fólki á Sólheimum þjónustu en það er ekki hægt á meðan forsendur eru þessar." Hann segir heimilið vera í limbói með rekstur sinn og að íbúum og starfsfólki þessi líði illa yfir ástandinu og hafi gert það lengi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að sú upphæð sem bjóðist Sólheimum í ár vera 275 milljónir króna, sem er álíka framlag og í fyrra. „Sveitarfélögin eru að bjóða það framlag sem þau fá frá ríkinu í þessa þjónustu og hafa ekki tök á því að auka við þessa fjárhæð. Það yrði þá að taka það af einhverjum öðrum þjónustueiningum sem eru að sinna fötluðum á Suðurlandi og það kemur ekki til álita," segir Ásta. Hvernig eru horfur fyrir næstu ár? „Fyrir næstu ár gildir allt annað fyrirkomulag. Þá verður greitt samkvæmt svokölluðu SIS mati, sem er sérstakt þjónustumat sem búið er verið að vinna fyrir alla fatlaða fullorðna einstaklinga á landinu og á næstu vikum mun kostnaðargreining samkvæmt því mati líta dagsins ljós." Ásta gerir ráð fyrir að samningaviðræðum við Sólheima verði haldið áfram eftir páska. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður. Sólheimar eru án þjónustusamnings en samningaviðræður við Árborg hafa staðið yfir í rúma þrjá mánuði án árangurs. Samninganefnd Sólheima lagði fram tillögu að bráðabirgðasamkomulagi vegna ársins 2011 um miðjan febrúar, en Árborg hafnaði henni í byrjun síðasta mánaðar. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir engin gagntilboð hafa borist né lausnir um hvernig leysa megi málin. „Staðan hér er þannig að við erum að bera kostnað og veita þjónustu miðað við þarfir okkar fólks 2011, en greiðslur til Sólheima þær miðast við þarfir og forsendur ársins 2002," segir Guðmundur. „Okkur ber skylda til þess að veita fötluðu fólki á Sólheimum þjónustu en það er ekki hægt á meðan forsendur eru þessar." Hann segir heimilið vera í limbói með rekstur sinn og að íbúum og starfsfólki þessi líði illa yfir ástandinu og hafi gert það lengi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að sú upphæð sem bjóðist Sólheimum í ár vera 275 milljónir króna, sem er álíka framlag og í fyrra. „Sveitarfélögin eru að bjóða það framlag sem þau fá frá ríkinu í þessa þjónustu og hafa ekki tök á því að auka við þessa fjárhæð. Það yrði þá að taka það af einhverjum öðrum þjónustueiningum sem eru að sinna fötluðum á Suðurlandi og það kemur ekki til álita," segir Ásta. Hvernig eru horfur fyrir næstu ár? „Fyrir næstu ár gildir allt annað fyrirkomulag. Þá verður greitt samkvæmt svokölluðu SIS mati, sem er sérstakt þjónustumat sem búið er verið að vinna fyrir alla fatlaða fullorðna einstaklinga á landinu og á næstu vikum mun kostnaðargreining samkvæmt því mati líta dagsins ljós." Ásta gerir ráð fyrir að samningaviðræðum við Sólheima verði haldið áfram eftir páska.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira