Innlent

Svona mál eiga ekki að fyrnast

Séra Baldur Kristjánsson
Séra Baldur Kristjánsson
Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, greindi frá kynferðisbrotum gegn konu sem lést nýverið. Baldur sagði frá brotunum í líkræðu konunnar.

„Hann kom þegar móðirin vann á næturvöktum. Það mál upplýstist aldrei og hún náði sér aldrei. Sjúklingur var hún upp frá því. Geðtruflun greinileg upp frá því segir mér bróðir hennar,“ sagði Baldur í líkræðunni.

Frá þessu greinir hann á vefsvæði sínu á Eyjunni. Hann tilkynnti málið til barnaverndaryfirvalda. „Svona mál eiga ekki og mega ekki fyrnast,“ segir Baldur á vefsíðu sinni, en ofbeldið átti sér stað þegar fórnarlambið var ung stúlka. Hún var fædd árið 1932.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×