Innlent

Ríkisendurskoðun vill selja ESÍ

Már Guðmundsson er stjórnarformaður Eignasafns Seðlabanka Íslands.Fréttablaðið/pjetur
Már Guðmundsson er stjórnarformaður Eignasafns Seðlabanka Íslands.Fréttablaðið/pjetur
Ríkisendurskoðun telur að rekstur Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) samrýmist illa dagbundnum og lögbundnu verkefni Seðlabankans. Stofnunin telur að endurmeta þurfi tilvist ESÍ. Þetta er ein þeirra athugasemd sem Ríkisendurskoðun setur fram í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings ársins 2010. Þar er lagt til „að Seðlabankinn íhugi hvort það væri ekki þágu hagsmuna hans að selja eignir félagsins eða félagið í heild til aðila sem sérhæfa sig í slíkri eignaumsýslu“.

ESÍ er einkahlutafélag sem er að fullu í eigu Seðlabankans. Það var stofnað í lok árs 2009 til að halda utan um og innheimta kröfur sem Seðlabankinn eignaðist eftir bankahrun. Til að forða bankanum frá tæknilegu gjaldþroti tók íslenska ríkið upphaflega við þorra umræddra krafna, alls að upphæð 270 milljörðum króna. Þær voru að mestu tilkomnar vegna hinna svokölluðu ástarbréfaviðskipta smærri fjármálafyrirtækja við Seðlabankann fyrir hrun og 500 milljóna evra láns til Kaupþings í miðju bankahruninu. Ríkið afskrifaði stóran hluta krafnanna í ríkisreikningi ársins 2008 og „seldi“ síðan aftur til ESÍ í lok árs 2009, á bókfærðu virði krafnanna.

Alls minnkuðu heildareignir ESÍ um 136,4 milljarða króna á síðasta ári. Helsta ástæðan er að virði veðkrafna á fjármálafyrirtæki sem eru í slitameðferð lækkaði um 180 milljarða króna. - þsj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×