Innlent

Grímuklæddir þjófar brutust inn í tölvuverslun

Þrír grímuklæddir þjófar brutust inn í tölvuverslun í Smárahverfi undri morgun og stálu þaðan átta tuttugu og  fjögurra tommu  tölvuskjám.

Innbrotið viðist hafa verið þaulskipulagt, því þjófarnir voru aðeins í um það bil 20 sekúndur inni í versluninni, eftir að þeir höfðu brotið upp útihurðina, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum í versluninni.

Þjófavarnakerfi fór líka strax í gang, en þótt lögregla kæmi fjótt á staðinn voru þjófarnir á bak og burt og er þeirra nú leitað. Andvirði þýfisins hleypur á hundruðum þúsunda króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×