Innlent

Öryrkjar mótmæla skerðingu á kjörum

Lilja Þorgeirsdóttir er framkvæmdarstjóri Öryrkjabandalags Íslands
Lilja Þorgeirsdóttir er framkvæmdarstjóri Öryrkjabandalags Íslands
Öryrkjabandalag Íslands mótmælir harðlega þeim alvarlegu skerðingum á kjörum öryrkja sem fyrirhugaðar eru af hálfu Ríkisstjórnar Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi aðalstjórnar ÖBÍ í dag.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Fundur aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 23. nóvember 2011, mótmælir harðlega þeim alvarlegu skerðingum á kjörum öryrkja sem fyrirhugaðar eru af hálfu Ríkisstjórnar Íslands og birtast m.a. í frumvarpsdrögum Velferðarráðuneytisins.

Öryrkjabandalagið krefst þess að ríkisstjórnin hverfi þegar í stað frá áformum sínum um enn frekari árásir á lífskjör öryrkja fjórða árið í röð.

Örykjabandalagið hvetur öryrkja og aðra landsmenn til að fylgjast grannt með framvindu mála næstu daga og vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×