Erlent

Fleiri fórnarlömb stíga fram - lokaði sárum með lími

Í tilkynningu frá lögreglunni í Miami kemur fram að Morris sé afar lágvaxin. Hún sé með gervilegan stút á vörunum og hvelftar augabrýr. Að auki er hún með stærðarinnar afturenda.
Í tilkynningu frá lögreglunni í Miami kemur fram að Morris sé afar lágvaxin. Hún sé með gervilegan stút á vörunum og hvelftar augabrýr. Að auki er hún með stærðarinnar afturenda. mynd/Miami Gardens Police Department
Fleiri fórnarlömb konunnar sem stundaði lýtalækningar án leyfis í Miami í Bandaríkjunum hafa stigið fram. Konan er sögð hafa lofað lögulegum afturenda með því að fylla rasskinnar sjúklinga sinna með sementi og kítti. Í sumun tilfellum lokaði hún sárunum með lími.

Oneal Ron Morris var handtekinn eftir að ung kona hafði leitað á spítala í Miami. Læknar tóku strax eftir því að konan var illa haldin. Hún kvartaði undan verkjum í kviði og afturenda. Morris var handtekin stuttu eftir það.

Nú hafa fleiri konu stigið fram og ásakað Morris um að hafa framkvæmt svipaðar aðgerðir á sér.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Miami kemur fram að Morris hafi eitt sinn verið karlmaður. Talið er að Morris hafi framkvæmt kynskiptiaðgerð á sjálfri sér.

Fulltrúi heilbrigðisstofnunnar Miami, Jennifer Hirst, sagðist eiga vona á að fleiri konur muni stíga fram. Hún segir líklegt að konurnar skammist sín og þori ekki að láta yfirvöld vita.


Tengdar fréttir

Stundaði lýtalækningar án leyfis

Lögreglan í Miami í Bandaríkjunum hefur handtekið þrítuga konu sem stundaði lýtalækningar án leyfis. Eitt af fórnarlömbum hennar er nú undir eftirliti lækna eftir að sementi og öðrum eitruðum efnum hafði verið sprautað í rasskinnar hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×