Notkun sýklalyfja veldur áhyggjum 8. júní 2011 10:29 „Full ástæða er til að hafa áhyggjur af notkun sýklalyfja hérlendis og fylgjast vel með þróuninni,“ segir Guðbjartur. Mynd/Pjetur Velferðarráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af notkun sýklalyfja hér á landi. Fyrir tveimur árum var sala á sýklalyfjum á Íslandi 50% meiri en í Svíþjóð, 20% meiri en í Danmörku og 12% meiri en í Noregi. Salan var áþekk hér á landi og í Finnlandi. Þetta segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um sýklalyfjanotkun. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Guðbjartur segir skynsamlega notkun sýklalyfja afar nauðsynlegan þátt í baráttunni við útbreiðslu ónæmra sýkla. Hér á landi er það lögum samkvæmt hlutverk sóttvarnalæknis að fylgjast með notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmis. Fram kemur í svari Guðbjarts að sýklalyfjagrunnur hafi nýlega verið tekinn í gagnið og gefi hann áreiðanlegar upplýsingar um ávísanir á sýklalyf og auknar upplýsingar um heildarnotkun sýklalyfja. Einnig sé fylgst vel með notkun sýklalyfja á stofnunum. Þá hefur ráðherrann skipað nefnd um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi til að vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til að hindra myndun ónæmis. Að auki segir Guðbjartur að náið samstarf sé milli heilbrigðisyfirvalda her á landi og Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins um skynsamlega notkun sýklalyfja og baráttuna við að halda sýklalyfjaónæmi í skefjum. „Öllum er ljóst að notkun sýklalyfja hefur valdið byltingu í meðferð alvarlegra og lífshættulegra sjúkdóma. Hins vegar lærðist mönnum fljótt að notkun sýklalyfja gat leitt af sér ónæmi og þol sýklanna fyrir lyfjunum. Þetta hefur leitt af sér að margar bakteríur eru nú orðnar vel þolnar gagnvart sýklalyfjum þannig að fólk hefur um færri lyf að velja,“ segir Guðbjartur. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Velferðarráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af notkun sýklalyfja hér á landi. Fyrir tveimur árum var sala á sýklalyfjum á Íslandi 50% meiri en í Svíþjóð, 20% meiri en í Danmörku og 12% meiri en í Noregi. Salan var áþekk hér á landi og í Finnlandi. Þetta segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um sýklalyfjanotkun. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Guðbjartur segir skynsamlega notkun sýklalyfja afar nauðsynlegan þátt í baráttunni við útbreiðslu ónæmra sýkla. Hér á landi er það lögum samkvæmt hlutverk sóttvarnalæknis að fylgjast með notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmis. Fram kemur í svari Guðbjarts að sýklalyfjagrunnur hafi nýlega verið tekinn í gagnið og gefi hann áreiðanlegar upplýsingar um ávísanir á sýklalyf og auknar upplýsingar um heildarnotkun sýklalyfja. Einnig sé fylgst vel með notkun sýklalyfja á stofnunum. Þá hefur ráðherrann skipað nefnd um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi til að vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til að hindra myndun ónæmis. Að auki segir Guðbjartur að náið samstarf sé milli heilbrigðisyfirvalda her á landi og Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins um skynsamlega notkun sýklalyfja og baráttuna við að halda sýklalyfjaónæmi í skefjum. „Öllum er ljóst að notkun sýklalyfja hefur valdið byltingu í meðferð alvarlegra og lífshættulegra sjúkdóma. Hins vegar lærðist mönnum fljótt að notkun sýklalyfja gat leitt af sér ónæmi og þol sýklanna fyrir lyfjunum. Þetta hefur leitt af sér að margar bakteríur eru nú orðnar vel þolnar gagnvart sýklalyfjum þannig að fólk hefur um færri lyf að velja,“ segir Guðbjartur.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira