Neytendur geta brátt keypt mjólk utan "samráðshringja“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2011 19:00 Íslenskir neytendur geta nú keypt sér jógúrt sem er framleidd utan við það sem Samkeppniseftirlitið kallar samráðshring mjólkuriðnaðarins, en fyrirtækið Vesturmjólk þiggur enga ríkisstyrki. Vesturmjólk er nýtt framleiðslufyrirtæki í mjólkuriðnaði í eigu þriggja sjálfstæðra kúabænda á Vesturlandi, þeirra Bjarna Bærings Bjarnasonar að Brúarreykjum í Borgarbyggð, Jóhannesar Kristinssonar að Þverholtum í Borgarbyggð og Axels Oddssonar að Kverngrjóti í Dalabyggð. Fyrirtækið framleiðir utan greiðslumarks og þiggur enga ríkisstyrki Samkeppniseftirlitið sagði í umsögn sinni um um frumvarp sjávarútvegs- um landbúnaðarráðherra frá ágúst í fyrra að mjólkuriðnaðurinn hefði „mörg einkenni samráðshrings, (e. cartel)." Frumvarpið, sem hefði þrengt möguleika til framleiðslu utan mjólkurkvóta, varð aldrei að veruleika. En er hægt að halda uppi samkeppni við þennan iðnað án styrkja? „Við teljum að það sé ekki bein nauðsyn á ríkisstyrkjum í þessum iðnaði ef iðnaðurinn fær bara að vera í friði," segir Bjarni Bærings Bjarnason, framkvæmdastjóri Vesturmjólkur. Vesturmjólk hefur nú sett á markað jógúrt með þremur bragðtegundum. Ef frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá síðasta hausti hefði orðið að lögum þá væri þessi jógúrt ekki á boðstólnum, eða hvað? „Nei, rétt. Það átti að lögbinda einokun á íslenska markaðnum í þessari landbúnaðargrein. Og ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum þá hefði ekki verið nein samkeppni í landinu," segir Bjarni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Innan skamms hyggst Vesturmjólk setja á markað fituskerta mjólk. Það verður þá eina óríkisstyrkta mjólkin á markaðnum. Eða það sem á enska tungu væri hægt að kalla „cartel free milk" eða mjólk utan samráðshringja, ef mat Samkeppniseftirlitsins er rétt. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Íslenskir neytendur geta nú keypt sér jógúrt sem er framleidd utan við það sem Samkeppniseftirlitið kallar samráðshring mjólkuriðnaðarins, en fyrirtækið Vesturmjólk þiggur enga ríkisstyrki. Vesturmjólk er nýtt framleiðslufyrirtæki í mjólkuriðnaði í eigu þriggja sjálfstæðra kúabænda á Vesturlandi, þeirra Bjarna Bærings Bjarnasonar að Brúarreykjum í Borgarbyggð, Jóhannesar Kristinssonar að Þverholtum í Borgarbyggð og Axels Oddssonar að Kverngrjóti í Dalabyggð. Fyrirtækið framleiðir utan greiðslumarks og þiggur enga ríkisstyrki Samkeppniseftirlitið sagði í umsögn sinni um um frumvarp sjávarútvegs- um landbúnaðarráðherra frá ágúst í fyrra að mjólkuriðnaðurinn hefði „mörg einkenni samráðshrings, (e. cartel)." Frumvarpið, sem hefði þrengt möguleika til framleiðslu utan mjólkurkvóta, varð aldrei að veruleika. En er hægt að halda uppi samkeppni við þennan iðnað án styrkja? „Við teljum að það sé ekki bein nauðsyn á ríkisstyrkjum í þessum iðnaði ef iðnaðurinn fær bara að vera í friði," segir Bjarni Bærings Bjarnason, framkvæmdastjóri Vesturmjólkur. Vesturmjólk hefur nú sett á markað jógúrt með þremur bragðtegundum. Ef frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá síðasta hausti hefði orðið að lögum þá væri þessi jógúrt ekki á boðstólnum, eða hvað? „Nei, rétt. Það átti að lögbinda einokun á íslenska markaðnum í þessari landbúnaðargrein. Og ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum þá hefði ekki verið nein samkeppni í landinu," segir Bjarni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Innan skamms hyggst Vesturmjólk setja á markað fituskerta mjólk. Það verður þá eina óríkisstyrkta mjólkin á markaðnum. Eða það sem á enska tungu væri hægt að kalla „cartel free milk" eða mjólk utan samráðshringja, ef mat Samkeppniseftirlitsins er rétt. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira