Innlent

Reiðhjólamaður datt af hjólinu á Reykjanesbraut

Reykjanesbraut
Reykjanesbraut
Fjölmargir sjúkrabílar og lögreglubílar voru kallaðir að Vogaafleggjara á Reykjanesbrautinni nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var útkallið á þann veg að ekið hefði verið á reiðhjólamann og væri hann mikið slasaður. Þegar lögreglu- og sjúkraflutningamenn komu á staðinn reyndist reiðhjólamaðurinn einungis hafa dottið af hjólinu. Ekki var ekið á hann og er hann ekki talinn vera alvarlega slasaður. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×