Upplýsingum haldið frá almenningi SB skrifar 19. apríl 2011 13:04 Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavoröður Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira