Upplýsingum haldið frá almenningi SB skrifar 19. apríl 2011 13:04 Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavoröður Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira