Upplýsingum haldið frá almenningi SB skrifar 19. apríl 2011 13:04 Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavoröður Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira