Innlent

Slapp lítið meiddur úr bílveltu

Ökumaður, sem var einn á ferð, slapp litið meiddur, þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Mosfellsbæ um klukkan hálf tólf í gærkvöldi.

Hann var rígfastur í flakinu þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang og þrufti nánast að klippa bílinn utan af honum, að sögn lögreglu.

Maðurinn var orðinn nokkuð kaldur þegar hann komst loks í sjúkrabíl, en ekki er vitað hversu lengi hann hafði legið í flakinu áður en vegfarandi tilkynnti um slysið, því hann gat ekki hringt sjálfur. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×