Innlent

Handteknir með fíkniefni og reiðufé í bílnum

Fíkniefnalögreglan yfirheyrir nú tvo karlmenn, sem voru handteknir í Reykjavík í nótt, eftir að töluvert af fíkniefnum og talsvert af reiðufé fannst í bíl þeirra.

Lögregla stöðvaði þá á bílnum í nótt og vaknaði grunur um eitthvað misferli. Við leit í bílnum fundust nokkur hundruð grömm af hassi og kannabis, og nokkur hundruð þúsund krónur í reiðufé, sem lögregla segir sterkar vísbendingar um að mennirnir hafi stundað dreifingu og sölu á fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×