Átök í Líbíu harðna enn 10. mars 2011 05:00 Uppreisnarmaður stendur við loftvarnarbyssu á bílpalli meðan sprengjur falla í næsta nágrenni.fréttablaðið/AP Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum. Hart var barist í landinu, meðal annars um borgina Zawiya í vesturhlutanum, skammt frá höfuðborginni Trípolí. Stjórnarherinn gerði harðar árásir á Zawiya og virtist hafa náð borginni úr höndum uppreisnarmanna, sem þó gerðu sig líklega til að ná henni aftur á sitt vald. Bretar og Frakkar hafa kannað möguleika á að banna flug yfir Líbíu til að hindra loftárásir á uppreisnarmenn og almenning, en engin samstaða hefur verið um það meðal aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki frekar en þegar Bandaríkjamenn og Bretar hófu innrás í Írak árið 2003. Rússar hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið fram að Bandríkin telji sér ekki fært að fara ein í slíkar aðgerðir, ekki heldur með tilstyrk Evrópuríkja, heldur verði að vera um það samstaða meðal Sameinuðu þjóðanna. Sjálfur sagði Gaddafí í gær, í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð, að það myndi koma sér vel ef Vesturlönd myndu reyna að framfylgja flugbanni yfir Líbíu. „Slíkt ástand væri gagnlegt,“ sagði hann. „Þá myndu íbúar Líbíu átta sig á því að raunverulegt markmið þeirra væri að ná völdum í Líbíu, svipta þá frelsinu og olíunni, og þá myndi öll líbíska þjóðin grípa til vopna og berjast.“ Gaddafí hefur sagt að útlendingar standi á bak við uppreisnina í Líbíu. Hann hefur einnig kennt Al Kaída um uppreisnina og sagt að falli Líbía muni hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden ná allri Norður-Afríku á sitt vald. Átökin í Líbíu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla landsins hefur dregist verulega saman og olíuverð á heimsmarkaði hækkað töluvert. Undanfarna viku hafa uppreisnarmenn og stjórnarliðar barist í næsta nágrenni þriggja olíuhafna í austurhluta landsins: Brega, Ras Lanuf og Sidr. Þegar allt var með kyrrum kjörum voru um 715 þúsund tunnur af hráolíu fluttar út daglega frá þessum þremur höfnum, eða um það bil 45 prósent af allri olíuframleiðslu landsins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum. Hart var barist í landinu, meðal annars um borgina Zawiya í vesturhlutanum, skammt frá höfuðborginni Trípolí. Stjórnarherinn gerði harðar árásir á Zawiya og virtist hafa náð borginni úr höndum uppreisnarmanna, sem þó gerðu sig líklega til að ná henni aftur á sitt vald. Bretar og Frakkar hafa kannað möguleika á að banna flug yfir Líbíu til að hindra loftárásir á uppreisnarmenn og almenning, en engin samstaða hefur verið um það meðal aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki frekar en þegar Bandaríkjamenn og Bretar hófu innrás í Írak árið 2003. Rússar hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið fram að Bandríkin telji sér ekki fært að fara ein í slíkar aðgerðir, ekki heldur með tilstyrk Evrópuríkja, heldur verði að vera um það samstaða meðal Sameinuðu þjóðanna. Sjálfur sagði Gaddafí í gær, í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð, að það myndi koma sér vel ef Vesturlönd myndu reyna að framfylgja flugbanni yfir Líbíu. „Slíkt ástand væri gagnlegt,“ sagði hann. „Þá myndu íbúar Líbíu átta sig á því að raunverulegt markmið þeirra væri að ná völdum í Líbíu, svipta þá frelsinu og olíunni, og þá myndi öll líbíska þjóðin grípa til vopna og berjast.“ Gaddafí hefur sagt að útlendingar standi á bak við uppreisnina í Líbíu. Hann hefur einnig kennt Al Kaída um uppreisnina og sagt að falli Líbía muni hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden ná allri Norður-Afríku á sitt vald. Átökin í Líbíu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla landsins hefur dregist verulega saman og olíuverð á heimsmarkaði hækkað töluvert. Undanfarna viku hafa uppreisnarmenn og stjórnarliðar barist í næsta nágrenni þriggja olíuhafna í austurhluta landsins: Brega, Ras Lanuf og Sidr. Þegar allt var með kyrrum kjörum voru um 715 þúsund tunnur af hráolíu fluttar út daglega frá þessum þremur höfnum, eða um það bil 45 prósent af allri olíuframleiðslu landsins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira