Átök í Líbíu harðna enn 10. mars 2011 05:00 Uppreisnarmaður stendur við loftvarnarbyssu á bílpalli meðan sprengjur falla í næsta nágrenni.fréttablaðið/AP Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum. Hart var barist í landinu, meðal annars um borgina Zawiya í vesturhlutanum, skammt frá höfuðborginni Trípolí. Stjórnarherinn gerði harðar árásir á Zawiya og virtist hafa náð borginni úr höndum uppreisnarmanna, sem þó gerðu sig líklega til að ná henni aftur á sitt vald. Bretar og Frakkar hafa kannað möguleika á að banna flug yfir Líbíu til að hindra loftárásir á uppreisnarmenn og almenning, en engin samstaða hefur verið um það meðal aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki frekar en þegar Bandaríkjamenn og Bretar hófu innrás í Írak árið 2003. Rússar hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið fram að Bandríkin telji sér ekki fært að fara ein í slíkar aðgerðir, ekki heldur með tilstyrk Evrópuríkja, heldur verði að vera um það samstaða meðal Sameinuðu þjóðanna. Sjálfur sagði Gaddafí í gær, í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð, að það myndi koma sér vel ef Vesturlönd myndu reyna að framfylgja flugbanni yfir Líbíu. „Slíkt ástand væri gagnlegt,“ sagði hann. „Þá myndu íbúar Líbíu átta sig á því að raunverulegt markmið þeirra væri að ná völdum í Líbíu, svipta þá frelsinu og olíunni, og þá myndi öll líbíska þjóðin grípa til vopna og berjast.“ Gaddafí hefur sagt að útlendingar standi á bak við uppreisnina í Líbíu. Hann hefur einnig kennt Al Kaída um uppreisnina og sagt að falli Líbía muni hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden ná allri Norður-Afríku á sitt vald. Átökin í Líbíu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla landsins hefur dregist verulega saman og olíuverð á heimsmarkaði hækkað töluvert. Undanfarna viku hafa uppreisnarmenn og stjórnarliðar barist í næsta nágrenni þriggja olíuhafna í austurhluta landsins: Brega, Ras Lanuf og Sidr. Þegar allt var með kyrrum kjörum voru um 715 þúsund tunnur af hráolíu fluttar út daglega frá þessum þremur höfnum, eða um það bil 45 prósent af allri olíuframleiðslu landsins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum. Hart var barist í landinu, meðal annars um borgina Zawiya í vesturhlutanum, skammt frá höfuðborginni Trípolí. Stjórnarherinn gerði harðar árásir á Zawiya og virtist hafa náð borginni úr höndum uppreisnarmanna, sem þó gerðu sig líklega til að ná henni aftur á sitt vald. Bretar og Frakkar hafa kannað möguleika á að banna flug yfir Líbíu til að hindra loftárásir á uppreisnarmenn og almenning, en engin samstaða hefur verið um það meðal aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki frekar en þegar Bandaríkjamenn og Bretar hófu innrás í Írak árið 2003. Rússar hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu, þar á meðal flugbann. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið fram að Bandríkin telji sér ekki fært að fara ein í slíkar aðgerðir, ekki heldur með tilstyrk Evrópuríkja, heldur verði að vera um það samstaða meðal Sameinuðu þjóðanna. Sjálfur sagði Gaddafí í gær, í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð, að það myndi koma sér vel ef Vesturlönd myndu reyna að framfylgja flugbanni yfir Líbíu. „Slíkt ástand væri gagnlegt,“ sagði hann. „Þá myndu íbúar Líbíu átta sig á því að raunverulegt markmið þeirra væri að ná völdum í Líbíu, svipta þá frelsinu og olíunni, og þá myndi öll líbíska þjóðin grípa til vopna og berjast.“ Gaddafí hefur sagt að útlendingar standi á bak við uppreisnina í Líbíu. Hann hefur einnig kennt Al Kaída um uppreisnina og sagt að falli Líbía muni hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden ná allri Norður-Afríku á sitt vald. Átökin í Líbíu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla landsins hefur dregist verulega saman og olíuverð á heimsmarkaði hækkað töluvert. Undanfarna viku hafa uppreisnarmenn og stjórnarliðar barist í næsta nágrenni þriggja olíuhafna í austurhluta landsins: Brega, Ras Lanuf og Sidr. Þegar allt var með kyrrum kjörum voru um 715 þúsund tunnur af hráolíu fluttar út daglega frá þessum þremur höfnum, eða um það bil 45 prósent af allri olíuframleiðslu landsins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira