Sér fötin fyrir sér 10. mars 2011 13:00 Fréttablaðið/Arnþór Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is
Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning