Erlent

Tíu látnir eftir skjálftann á Spáni - þar af þrettán ára unglingur

Eins og sést á myndinni var eyðileggingni mikil.
Eins og sést á myndinni var eyðileggingni mikil.
Að minnsta kosti tíu hafa látist í jarðskjálftanum sem reið yfir suðurhluta Spánar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á Spáni er einn hinna látnu þrettán ára unglingur.

Skjálftinn mældist 5,2 á richter en upptök hans voru í bænum Lorca í Murcia-héraðinu. Hann kom í kjölfar skjálfta sem mældist 4,7 á richter.

Kirkjuklukka í Lorca, sem var byggð á miðöldum, hrundi meðal annars til jarðar. Sumarleyfisstaðurinn vinsæli, Alicancte, er aðeins í 120 kílómetra fjarlægð auk þess sem Malaga er á svipuðum slóðum.

Verið er að kanna hvort einhverjir hafi fests inn í húsum sínum í jarðskjálftanum. Þetta er versti jarðskjálfti sem Spánn hefur upplifað í fimmtíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×