Innlent

Starfsfólk LSH leggur meira á sig en skyldan býður

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut.
Starfsfólk Landspítalans (LSH) bauð eldri konu aðstoð heima fyrir yfir hátíðarnar eftir að eiginmaður hennar var lagður inn á spítalann.

Eftir að eiginmaður Hildar Jónsdóttur var lagður inn á spítala með sýkingu yfir hátíðirnar og hún var ein eftir í íbúð sinni hringdi hjúkrunarkona af Landspítalanum í hana að eigin frumkvæði. Hún athugaði hvort hún þyrfti á nokkurri aðstoð að halda við hitt og þetta heima fyrir og bauð henni að hringja í sig ef hún gæti nokkuð hjálpað.

Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir þetta framtak ekki beinlínis tengt jólaandanum, heldur sé þetta iðulega gert allan ársins hring. „Þetta eru svosem engar formlegar verklagsreglur. Það er auðvitað þannig að þegar skjólstæðingar leggjast inn er athugað hvernig fjölskyldan virkar og hvað hægt er að gera fyrir fólk."

Á þennan hátt leggur starfsfólk í raun meira á sig en því er beinlínis skylt að gera. Og það á tímum niðurskurðar. „Það er mikið um þetta. Oft hjálpar þetta og bara eðlilegt að reyna að aðstoða fólk á erfiðum tímum," segir Björn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×