Innlent

Erilsöm nótt í miðbæ Reykjavíkur

Mynd/Vilhelm
Mikill erill var í miðbænum í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sjö manns gistu fangageymslur, flestir vegna ölvunar.

Tilkynnt um sjö líkamsárásir í miðbænum, en engin þeirra var alvarleg. Samkvæmt lögreglu var ekki mikið um ölvunarakstur í nótt, og jafnaðist fjöldi slíkra mála á við venjulegt laugardagskvöld.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sagði fjölda mála í nótt vera nánast hinn sama og var á menningarnótt fyrir ári, mikið hefði verið um sjúkraflutninga úr miðbænum vegna minniháttar meiðsla, en engin alvarleg atvik áttu sér stað. Þá sinnti slökkviliðið engum brunaútköllum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×