Viðhald á byggingum Landspítalans látið sitja á hakanum 21. ágúst 2011 20:30 Lekaskemmdir, hriplekir gluggapóstar, ónýt veggklæðning og gömul og illa farin gólfefni eru dæmi um það sem setið hefur á hakanum hjá Landspítalanum undanfarin þrjú ár, vegna niðurskurðar á fjárframlögum. Niðurskurður hjá Landspítalanum hefur ekki eingöngu haft áhrif á starfsemi deilda og endurnýjun tækja heldur hefur viðhald á spítalanum setið á hakanum nema það sem snýr að vistarverum sjúklinga. „Það er á mörgum stöðum sem við þyrftum að leggja mikið meiri pening í viðhaldið svo að byggingarnar skemmist ekki." segir Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, um ástand bygginganna. „Þrátt fyrir að við höfum von til þess að nýr spítali muni rísa hérna á lóðinni á næstu árum, þá þarf að halda við þeim byggingum sem við höfum núna. Það þarf að gera betur þar." Spítalinn fær tæpan hálfan milljarð á ári til viðhalds en hann rekur um hundrað byggingar á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í fermetrum talið samsvarar það um eitt þúsund meðalstórum einbýlishúsum. Og þetta allt þarf reglulegt viðhald sem ekki er auðvelt á niðurskurðartímum eftir hrun. Auðséð er að austurálma spítalans er farin að láta verulega á sjá. Skipta þarf um alla glugga og gler og endurklæða húsvegginn. Innandyra í austurálmunni er ástandið ekki betra. Í nær öllum gluggum álmunnur er hriplekt og gluggapóstar ónýtir. Kristján Guðlaugsson, deildarstjóri viðhaldsdeildar Landspítalans, segist halda að viðgerðir á álmunni kosti spítalann á þriðja hundrað milljóna, og eins og staðan er núna segist hann ekki sjá fram á að úr þessu verði bætt á næstunni. Ástandið er öllu skárra á Landspítalanum við Hringbraut. Flest allt lítur vel út að framan, þar sem sjúklingar dvelja, en bakhlið spítalans minnir helst á ónýta byggingu í Austur Evrópu. Þar hefur ekki verið málað í fjöldamörg ár. Sprungur eru víða í veggjum bygginga spítalans og gluggapóstar á elstu byggingunni leka sumir og eru illa farnir. Kristján segir að það væri tugmilljóna króna verkefni að skipta um gluggana, en þar sem lítið svigrúm er í fjármálum verði að forgangsraða. „Sjúklingurinn er látinn ganga fyrir, aðstæður þar sem tekið á móti sjúklingnum verða að vera í lagi." Önnur verkefni eru því látin sitja á hakanum. „Við verðum að láta vita af því að við erum að breyta heilbrigðiskerfinu." segir Björn Zoega að lokum, „Við erum að minnka þjónusuna sem Íslendingar hafa hingað til talið vera sjálfgefna." Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lekaskemmdir, hriplekir gluggapóstar, ónýt veggklæðning og gömul og illa farin gólfefni eru dæmi um það sem setið hefur á hakanum hjá Landspítalanum undanfarin þrjú ár, vegna niðurskurðar á fjárframlögum. Niðurskurður hjá Landspítalanum hefur ekki eingöngu haft áhrif á starfsemi deilda og endurnýjun tækja heldur hefur viðhald á spítalanum setið á hakanum nema það sem snýr að vistarverum sjúklinga. „Það er á mörgum stöðum sem við þyrftum að leggja mikið meiri pening í viðhaldið svo að byggingarnar skemmist ekki." segir Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, um ástand bygginganna. „Þrátt fyrir að við höfum von til þess að nýr spítali muni rísa hérna á lóðinni á næstu árum, þá þarf að halda við þeim byggingum sem við höfum núna. Það þarf að gera betur þar." Spítalinn fær tæpan hálfan milljarð á ári til viðhalds en hann rekur um hundrað byggingar á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í fermetrum talið samsvarar það um eitt þúsund meðalstórum einbýlishúsum. Og þetta allt þarf reglulegt viðhald sem ekki er auðvelt á niðurskurðartímum eftir hrun. Auðséð er að austurálma spítalans er farin að láta verulega á sjá. Skipta þarf um alla glugga og gler og endurklæða húsvegginn. Innandyra í austurálmunni er ástandið ekki betra. Í nær öllum gluggum álmunnur er hriplekt og gluggapóstar ónýtir. Kristján Guðlaugsson, deildarstjóri viðhaldsdeildar Landspítalans, segist halda að viðgerðir á álmunni kosti spítalann á þriðja hundrað milljóna, og eins og staðan er núna segist hann ekki sjá fram á að úr þessu verði bætt á næstunni. Ástandið er öllu skárra á Landspítalanum við Hringbraut. Flest allt lítur vel út að framan, þar sem sjúklingar dvelja, en bakhlið spítalans minnir helst á ónýta byggingu í Austur Evrópu. Þar hefur ekki verið málað í fjöldamörg ár. Sprungur eru víða í veggjum bygginga spítalans og gluggapóstar á elstu byggingunni leka sumir og eru illa farnir. Kristján segir að það væri tugmilljóna króna verkefni að skipta um gluggana, en þar sem lítið svigrúm er í fjármálum verði að forgangsraða. „Sjúklingurinn er látinn ganga fyrir, aðstæður þar sem tekið á móti sjúklingnum verða að vera í lagi." Önnur verkefni eru því látin sitja á hakanum. „Við verðum að láta vita af því að við erum að breyta heilbrigðiskerfinu." segir Björn Zoega að lokum, „Við erum að minnka þjónusuna sem Íslendingar hafa hingað til talið vera sjálfgefna."
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira