Enski boltinn

Torres: Liverpool er stærra félag en Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres fer af velli gegn Liverpool.
Torres fer af velli gegn Liverpool.

Fernando Torres hefur viðurkennt að Liverpool sé stærra félag en Chelsea en hann segist hafa yfirgefið Anfield þar sem hann hafði misst ástríðuna fyrir boltanum þar.

"Liverpool mun alltaf skipa sérstakan sess í mínu lífi. Liðið á mikla sögu og þess vegna er Liverpool stærra félag en Chelsea. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma," sagði Torres við spænska útvarpsstöð.

"Peningarnir höfðu ekkert með þá ákvörðun mína að skipta um félag. Ég fór til þess að bæta mig sem leikmaður. Ég hafði tapað neistanum og svo sá maður aðra leikmenn spænska landsliðsins leika í allt öðrum klassa. Þegar allt var svart kom Chelsea til sögunnar." sagði Torres en hann vildi líka koma til Chelsea og vinna titla.

"Chelsea er eins og Man. Utd, besta liðið i deildinni síðustu tíu árin. Þessi lið bera af. Stemningin í búningsklefa Chelsea kom mér skemmtilega á óvart. Það er mikil stemning þar og menn léttir á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×