Innlent

Eimskip smíðar skip fyrir sex milljarða

Dettifoss.
Dettifoss.
Eimskipafélag Íslands hefur gert samning um smíði tveggja nýrra gámaskipa. Áætlað er að skipin  verði afhent félaginu á fyrri hluta árs 2013 samkvæmt tilkynningu frá Eimskipi.

Skipin eru smíðuð í Kína eftir þýskri hönnun og  þýskir ráðgjafar hafa yfirumsjón með smíði skipanna. Skipin eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð og þar af eru tenglar fyrir 230 frystigáma.

Burðargeta  skipanna er um 12.000 tonn, lengd 140,7 metrar og breidd 23,2 metrar. Djúprista skipanna er 8,7 metrar  og siglingahraði er um 18,3 sjómílur. Kostnaður við smíðina er áætlaður um 5,8 milljarðar íslenskra króna.  

Nýju skipin munu á árinu 2013 fara í þjónustu á Suðurleið félagsins sem er fullnýtt í dag og leysa af hólmi Brúarfoss og Selfoss sem munu færast í önnur verkefni hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×