Innlent

Nokkrir voru ósyndir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkrum var bjargað um borð í gúmmíbáta.
Nokkrum var bjargað um borð í gúmmíbáta.
Nokkrir af þeim sem varðskipið Ægir bjargaði úr ofhlöðnum flóttamannabáti á sjó milli Marokkó og Spánar í dag lentu í sjónum og virtust vera ósyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni virðist sem báturinn hafi rifnað og lekið mjög hratt úr honum. Skamman tíma tók að setja út Springer léttbát varðskipsins og var björgunarvestum kastað til fólksins. Einnig voru tveir gúmmíbjörgunarbátar sjósettir.

Fólkinu var öllu bjargað á stuttum tíma. Flestir fóru um borð í léttbátinn en aðrir komust upp síðustigana og í gúmmíbjörgunarbátana. Fólkið var síðan flutt í land af spænsku strandgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×