Innlent

Gæslan fær Þór á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Varðskipið Þór hefur verið í smíðum í fjögur ár.
Varðskipið Þór hefur verið í smíðum í fjögur ár. Mynd/ Landhelgisgæslan.
Varðskipið Þór verður afhent Landhelgisgæslunni við hátíðlega athöfn í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile á morgun.

Áætlað er að skipið sigli frá Chile á þriðjudagin. Siglt verður í gegnum Panamaskurð og á heimleiðinni verða bandarísku og kanadísku strandgæslurnar heimsóttar. Gert er ráð fyrir að Þór komi til Íslands 26. október næstkomandi.

Smíði Þórs hófst í október 2007 og var varðskipið sjósett 29. apríl 2009 og hlaut þá nafnið Þór sem dregið er úr norrænni goðafræði. Smíði skipsins seinkaði um ár vegna jarðskálftans í Chile.

Skip Landhelgisgæslunnar hafa áður borið nafnið Þór. Þar á meðal var fyrsta björgunarskipið sem kom til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×