Enski boltinn

Ferguson: Mjög mikilvægur sigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með sigurinn á Fulham í dag. United lenti aldrei í neinum erfiðleikum og vann þægilegan sigur.

"Þetta var mjög mikilvægur sigur. Á þessum tímapunkti í tímabilinu er nauðsynlegt að klára svona leiki örugglega," sagði Ferguson sem sat upp í stúku sem fyrr enda í leikbanni líkt og Wayne Rooney.

"Við gáfum boltann of mikið frá okkur í síðari hálfleik. Við fengum fín tækifæri til að skora meira en nýttum þau ekki. Við kláruðum þó dæmið. Það eru sex leikir eftir og við höldum okkar striki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×