Hvetur nemendur til þess að kæra hausaveiðar norska hersins 15. júní 2011 11:15 Stefán Pálsson segir það gott verkefni fyrir lögfræðiáfanga í MR að kæra hausaveiðarnar. „Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að ráða menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu er ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Orðrétt segir í 114 grein almennu hegningarlaganna: Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum. „Ég væri ánægður með mína menn ef þau væru einhverjir sem myndu kæra kauða til lögreglunnar," segir Stefán sem minnir að lögfræði sér orðin valgrein innan MR. „Þetta væri þá tilvalið prófverkefni," segir Stefán. Þá setur Stefán einnig spurningamerki við störf námsráðgjafa hjá skólanum en hermaðurinn Hilmar Haraldsson, sem nú er liðsforingi í norska hernum, segist ekki hafa orðið var við andstöðu í skólunum um að námið yrði kynnt. Stefán segir Norðmenn hafa kynnt starfsemi sína áður. Þannig gerðu Samtök hernaðarandstæðinga athugasemdir við umfjöllun um nám sem bauðst innan norska hersins, og birtist í Morgunblaðinu fyrir um tveimur árum síðan. Þá fannst samtökunum það mjög undarlegt að kynningin hefði birst í blaði sem fjallaði almennt um menntunarmöguleika fyrir ungmenni. „Það er hinsvegar eðlismunur þegar menn eru farnir að leggjast í skipulega nýliðun í menntaskólum hér á landi," segir Stefán. Spurður hvort búast megi við því að Samtök hernaðarandstæðinga kæri málið í ljósi hegningarlaganna svarar Stefán: „Ef það væru töggur í nemendum þá gerðu þeir það bara sjálfir. Ég veit að ég hefði gert það." Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að tveir íslendingar bíði nú eftir að þreyta inntökupróf í skólann. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
„Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að ráða menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu er ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Orðrétt segir í 114 grein almennu hegningarlaganna: Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum. „Ég væri ánægður með mína menn ef þau væru einhverjir sem myndu kæra kauða til lögreglunnar," segir Stefán sem minnir að lögfræði sér orðin valgrein innan MR. „Þetta væri þá tilvalið prófverkefni," segir Stefán. Þá setur Stefán einnig spurningamerki við störf námsráðgjafa hjá skólanum en hermaðurinn Hilmar Haraldsson, sem nú er liðsforingi í norska hernum, segist ekki hafa orðið var við andstöðu í skólunum um að námið yrði kynnt. Stefán segir Norðmenn hafa kynnt starfsemi sína áður. Þannig gerðu Samtök hernaðarandstæðinga athugasemdir við umfjöllun um nám sem bauðst innan norska hersins, og birtist í Morgunblaðinu fyrir um tveimur árum síðan. Þá fannst samtökunum það mjög undarlegt að kynningin hefði birst í blaði sem fjallaði almennt um menntunarmöguleika fyrir ungmenni. „Það er hinsvegar eðlismunur þegar menn eru farnir að leggjast í skipulega nýliðun í menntaskólum hér á landi," segir Stefán. Spurður hvort búast megi við því að Samtök hernaðarandstæðinga kæri málið í ljósi hegningarlaganna svarar Stefán: „Ef það væru töggur í nemendum þá gerðu þeir það bara sjálfir. Ég veit að ég hefði gert það." Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að tveir íslendingar bíði nú eftir að þreyta inntökupróf í skólann.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira