Gjörbreyttar forsendur fyrir aðildarumsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. ágúst 2011 19:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill tafarlaust draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Bjarni segist ekki velta sér mikið upp úr hugsanlegu mótframboði á landsfundi flokksins í nóvember og segist ekki sérstaklega eiga von á því. „Ég á ekkert sérstaklega von á mótframboði og mér finnst ekkert sérstakt tilefni til þess. Mér finnst flokkurinn hafa verið í sókn og ég mun sækjast eftir því að leiða hann áfram til frekari sóknar." Ef slíkt mótframboð kæmi væri það ekki bara til þess fallið að styrkja þig, að taka þann slag og endurnýja umboðið? „Jú, að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti því að ganga í gegnum kosningar og ef það færi þannig að ég fengi umboð áfram eftir kosningu á landsfundinum í haust þá væri það í þriðja sinn á þremur árum. Og það væri mjög skýrt umboð." Mjög skiptar skoðanir eru um Evrópumálin innan flokksins. Bjarni segist þeirrar skoðunar að draga eigi aðildarumsóknina til baka, en en hann nefnir meðal annars að tvö ný atriði hafi komið til sögunnar frá því sótt var um.Mun minna eftirsóknarvert en áður að ganga í ESB „Í fyrsta lagi að mönnum hefur orðið það ljóst hér heima að við höfum nóg með okkar eigin mál. T.d að ná saman fjárlögum til að eiga fyrir ríkisútgjöldum. Svo eru hlutir að gerast í Evrópusambandinu sem gera það mun minna eftirsóknarvert en áður að ganga inn í þetta samstarf. Það er ljóst að Evrópusambandið er núna örum skrefum að þróast í átt til þess að verða meira sambandsríki þar sem hvert og eitt aðildarríki þarf að gefa eftir af sínu forræði á sviði ríkisfjármála inn í miðstýringuna í Brussel. Það finnst mér vera mjög slæm þróun. Eflaust er hún nauðsynleg fyrir þau ríki sem standa að baki evrunni en það er nauðsynlegt fyrir okkur að standa fyrir utan þetta samstarf." Í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni í Fréttablaðið hinn 13. desember 2008 segir orðrétt: „Verði það niðurstaða endurmats Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum þjóðarinnar sé enn betur borgið utan ESB væri það engu síður mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna." Þið sögðuð líka í greininni að „þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál." Hvað útskýrir þessa breyttu afstöðu þína? „Í fyrsta lagi er það nú þannig að á þessum tíma þegar við erum að koma fram með þessi sjónarmið þá eru þessi mál mjög mikið í deiglunni. Og Sjálfstæðisflokkurinn tók þau til sérstakrar skoðunar inni á landsfundi og við komumst að þeirri niðurstöðu að til þess að mæta þessari lýðræðislegu kröfu þá ættum við að gefa þjóðinni færi á að eiga fyrsta orðið. Áður en lagt væri af stað í þennan leiðangur yrði að tryggja að þjóðin væri með. Nú tók þessi ríkisstjórn ákvörðun um að fara í aðildarviðræður án þess að hafa þjóðina með í ráðum en við sjáum í öllum könnunum að þjóðin er á móti því að við göngum inn í Evrópusambandið. Síðan hefur komið í ljós þetta tvennt sem ég nefndi, annars vegar að við höfum nóg með okkar eigin mál að ná endum saman í ríkisfjármálum og hins vegar þessi öra þróun sem hefur orðið á síðastliðnum tveimur árum í Evrópusambandinu. Skuldavandi ríkjanna er orðinn það mikill að þau eru í kapphlaupi við tímann núna við að bjarga forsendum evrusamstarfsins. Þetta eru gjörbreyttar forsendur sem við eigum að taka með í reikninginn." En ef það væru kosningar á morgun og Sjálfstæðisflokkurinn kæmist í ríkisstjórn, myndi Bjarni þá beita sér fyrir því að aðildarumsóknin yrði dregin til baka? „Já, ég myndi gera það,“ segir hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill tafarlaust draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Bjarni segist ekki velta sér mikið upp úr hugsanlegu mótframboði á landsfundi flokksins í nóvember og segist ekki sérstaklega eiga von á því. „Ég á ekkert sérstaklega von á mótframboði og mér finnst ekkert sérstakt tilefni til þess. Mér finnst flokkurinn hafa verið í sókn og ég mun sækjast eftir því að leiða hann áfram til frekari sóknar." Ef slíkt mótframboð kæmi væri það ekki bara til þess fallið að styrkja þig, að taka þann slag og endurnýja umboðið? „Jú, að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti því að ganga í gegnum kosningar og ef það færi þannig að ég fengi umboð áfram eftir kosningu á landsfundinum í haust þá væri það í þriðja sinn á þremur árum. Og það væri mjög skýrt umboð." Mjög skiptar skoðanir eru um Evrópumálin innan flokksins. Bjarni segist þeirrar skoðunar að draga eigi aðildarumsóknina til baka, en en hann nefnir meðal annars að tvö ný atriði hafi komið til sögunnar frá því sótt var um.Mun minna eftirsóknarvert en áður að ganga í ESB „Í fyrsta lagi að mönnum hefur orðið það ljóst hér heima að við höfum nóg með okkar eigin mál. T.d að ná saman fjárlögum til að eiga fyrir ríkisútgjöldum. Svo eru hlutir að gerast í Evrópusambandinu sem gera það mun minna eftirsóknarvert en áður að ganga inn í þetta samstarf. Það er ljóst að Evrópusambandið er núna örum skrefum að þróast í átt til þess að verða meira sambandsríki þar sem hvert og eitt aðildarríki þarf að gefa eftir af sínu forræði á sviði ríkisfjármála inn í miðstýringuna í Brussel. Það finnst mér vera mjög slæm þróun. Eflaust er hún nauðsynleg fyrir þau ríki sem standa að baki evrunni en það er nauðsynlegt fyrir okkur að standa fyrir utan þetta samstarf." Í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni í Fréttablaðið hinn 13. desember 2008 segir orðrétt: „Verði það niðurstaða endurmats Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum þjóðarinnar sé enn betur borgið utan ESB væri það engu síður mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna." Þið sögðuð líka í greininni að „þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál." Hvað útskýrir þessa breyttu afstöðu þína? „Í fyrsta lagi er það nú þannig að á þessum tíma þegar við erum að koma fram með þessi sjónarmið þá eru þessi mál mjög mikið í deiglunni. Og Sjálfstæðisflokkurinn tók þau til sérstakrar skoðunar inni á landsfundi og við komumst að þeirri niðurstöðu að til þess að mæta þessari lýðræðislegu kröfu þá ættum við að gefa þjóðinni færi á að eiga fyrsta orðið. Áður en lagt væri af stað í þennan leiðangur yrði að tryggja að þjóðin væri með. Nú tók þessi ríkisstjórn ákvörðun um að fara í aðildarviðræður án þess að hafa þjóðina með í ráðum en við sjáum í öllum könnunum að þjóðin er á móti því að við göngum inn í Evrópusambandið. Síðan hefur komið í ljós þetta tvennt sem ég nefndi, annars vegar að við höfum nóg með okkar eigin mál að ná endum saman í ríkisfjármálum og hins vegar þessi öra þróun sem hefur orðið á síðastliðnum tveimur árum í Evrópusambandinu. Skuldavandi ríkjanna er orðinn það mikill að þau eru í kapphlaupi við tímann núna við að bjarga forsendum evrusamstarfsins. Þetta eru gjörbreyttar forsendur sem við eigum að taka með í reikninginn." En ef það væru kosningar á morgun og Sjálfstæðisflokkurinn kæmist í ríkisstjórn, myndi Bjarni þá beita sér fyrir því að aðildarumsóknin yrði dregin til baka? „Já, ég myndi gera það,“ segir hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira