Lífið

Sumarlínu Marcs Jacobs stolið

Marc Jacobs er eflaust ekki sáttur við þjófana sem stálu sumarlínunni 2012, enda var þar að finna prufueintök sem áttu eftir að fara í framleiðslu.
Marc Jacobs er eflaust ekki sáttur við þjófana sem stálu sumarlínunni 2012, enda var þar að finna prufueintök sem áttu eftir að fara í framleiðslu.
Þessi klæðnaður er hluti af sumarlínu Marcs Jacobs og því eflaust í höndunum á óprúttnum aðilum í dag.Nordicphotos/Getty
Marc Jacobs varð fyrir því óláni á dögunum að allri sumarlínu hans var stolið.

Sumarlína Jacobs var í lest á leið frá París til London, en þar átti að kynna línuna fyrir blaðamönnum.

Starfsmenn Marc Jacobs-tískuhússins þurftu að senda frá sér tilkynningu um málið þar sem kemur fram að málið sé nú í rannsókn lögreglu. Ekki er vitað hver var að verki eða hvernig fötunum var stolið úr lestinni.

Meðal þess sem stolið var er allur klæðnaður sem sýndur var á tískuvikunni fyrr í haust, ásamt nokkrum prufueintökum sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings fyrr.

Ekki er vitað hvort þetta setur strik í reikninginn á framleiðslu sumarlínu Marcs Jacobs en flíkur hans eru mjög vinsælar og verða eflaust eftirsóttar ef þær seljast á niðursettu verði á svörtum markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.