Innlent

Heimili berskjölduð fyrir eldi

Margir missa aleiguna og jafnvel lífið þegar eldur kemur upp.
Margir missa aleiguna og jafnvel lífið þegar eldur kemur upp.
Slökkviliðsmenn hafa farið í útköll þar sem fólk hefur látist í brunum í heimahúsum af þeirri ástæðu einni að ekki var reykskynjari til staðar. Tveir létust í eldsvoðum í fyrra og eignatjón nam 1,7 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), sem gengst þessa dagana fyrir átaki um að fræða fólk um eldvarnir og mikilvægi þeirra. Munu slökkviliðsmenn heimsækja yfir 4.000 átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir.

Íslensk heimili eru mörg hver vanbúin þegar kemur að eldvörnum. Yfir helmingur heimila er án reykskynjara, slökkvitækis eða eldvarnateppis. Um þriðjungur heimila er með engan eða aðeins einn reykskynjara.

Bent er á að nú fer í hönd tími þegar eldhætta eykst á heimilum. Slökkviliðsmenn hvetja fólk því til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana, en kannanir sýna að hægt gengur að bæta eldvarnir heimilanna þrátt fyrir fræðslu og hvatningu þar um.

Átakið hefst í Fossvogsskóla í Reykjavík í dag en í kjölfarið fá allir grunnskólar í landinu heimsókn frá sínu slökkviliði.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×