Mörg útköll á viku þar sem börn sjá ofbeldi 18. nóvember 2011 10:00 Mynd/Teitur Sérfræðingur á vegum Barnaverndarstofu er kallaður út oft í viku, um kvöld, nætur og helgar til að sinna börnum sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi. Félagsráðgjafi sem sinnir verkefninu segir brýnt að sérfræðingar sinni börnunum sem fyrst eftir að atvikin eigi sér stað. Mikil umræða hefur staðið síðustu misseri um stöðu barna sem verða vitni að ofbeldi, en úrræðum og þjónustu þeim til handa hefur þótt ábótavant. Nýlegar úttektir hafa gefið til kynna að hundruð barna búi við slíkar aðstæður. Þá hefur samráð þeirra sem sjá um málaflokkinn ekki verið talið nægjanlegt. Þessi umræða varð til þess að Barnaverndarstofa fór út í tímabundið tilraunaverkefni með barnaverndarnefndum og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að auka þjónustu í málum barna og unglinga sem hafa orðið vitni að ofbeldi milli foreldra. Ragna B. Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi hefur umsjón með verkefninu, en í því felst að ef lögregla er kölluð til vegna ofbeldis inni á heimilum þar sem börn eru viðstödd eru sérfræðingar kallaðir til. „Það miðar eingöngu að því að sinna börnunum, meta hvaða áhrif atvikið hafði á þau, komast að því hvort um endurtekin tilvik sé að ræða og meta þörfina fyrir áframhaldandi stuðning og meðferð. Börnin halda oft að ástandið sé á einhvern hátt þeim að kenna," segir Ragna. Spurð um fjölda tilvika segir Ragna að um nokkur tilfelli sé að ræða á viku, sem sé í samræmi við það sem búist hafi verið við. Verkefnið stendur til 15. mars næstkomandi og segir Ragna að þá muni Barnaverndarstofa ákveða hvort framhald verði þar á. - þj Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Sérfræðingur á vegum Barnaverndarstofu er kallaður út oft í viku, um kvöld, nætur og helgar til að sinna börnum sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi. Félagsráðgjafi sem sinnir verkefninu segir brýnt að sérfræðingar sinni börnunum sem fyrst eftir að atvikin eigi sér stað. Mikil umræða hefur staðið síðustu misseri um stöðu barna sem verða vitni að ofbeldi, en úrræðum og þjónustu þeim til handa hefur þótt ábótavant. Nýlegar úttektir hafa gefið til kynna að hundruð barna búi við slíkar aðstæður. Þá hefur samráð þeirra sem sjá um málaflokkinn ekki verið talið nægjanlegt. Þessi umræða varð til þess að Barnaverndarstofa fór út í tímabundið tilraunaverkefni með barnaverndarnefndum og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að auka þjónustu í málum barna og unglinga sem hafa orðið vitni að ofbeldi milli foreldra. Ragna B. Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi hefur umsjón með verkefninu, en í því felst að ef lögregla er kölluð til vegna ofbeldis inni á heimilum þar sem börn eru viðstödd eru sérfræðingar kallaðir til. „Það miðar eingöngu að því að sinna börnunum, meta hvaða áhrif atvikið hafði á þau, komast að því hvort um endurtekin tilvik sé að ræða og meta þörfina fyrir áframhaldandi stuðning og meðferð. Börnin halda oft að ástandið sé á einhvern hátt þeim að kenna," segir Ragna. Spurð um fjölda tilvika segir Ragna að um nokkur tilfelli sé að ræða á viku, sem sé í samræmi við það sem búist hafi verið við. Verkefnið stendur til 15. mars næstkomandi og segir Ragna að þá muni Barnaverndarstofa ákveða hvort framhald verði þar á. - þj
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira