Lífið

Ósátt við Hilton

Chloé Sevigny er ósátt við Nicky Hilton og vill ekki að hún gangi í fötunum sem hún hefur hannað.
nordicphotos/getty
Chloé Sevigny er ósátt við Nicky Hilton og vill ekki að hún gangi í fötunum sem hún hefur hannað. nordicphotos/getty
Chloé Sevigny hefur hannað sína eigin fatalínu sem hún vonar að höfði ekki til fólks eins og Hilton systranna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sevigny reynir fyrir sér sem hönnuður því hún hefur hannað fatalínu í samstarfi við fatamerki Opening Ceremony.

Sevigny kveðst heldur vilja að raunveruleikastjarnan Nicole “Snooki” Polizzi klæðist hönnun sinni heldur en hótelerfinginn Nicky Hilton. „Ég las einhversstaðar að Nicky Hilton sagðist ekki skilja hönnun mína og ég hugsaði með mér: „Gott, því fötin eru ekki ætluð henni“. Ég held að Snooki mundi líta mun betur út í fötunum mínum heldur en Nicky,“ sagði leikkonan í samtali við Bullet Media.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.