Samkeppni um nýtt hótel við Ingólfstorg 7. nóvember 2011 11:00 Samkeppni um hönnun við sunnanvert Ingólfstorg á að ná fram heildarlausn fyrir skipulag svæðisins, þar á meðal er 130 herbergja hótel. Einnig er ætlunin að „laða fram lausnir á framtíð húsanna við Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7“. Það er skipulags- og eignasvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við lóðarhafa á svæðinu og Arkitektafélag Íslands sem gengst fyrir samkeppninni sem verður í tveimur þrepum. Fyrri hlutinn er hugmyndasamkeppni og þá hafa allir þátttökurétt. Á þessu stigi er lögð áhersla á skipulag svæðisins og frumhönnun hótels. Allt að fimm tillögur verða valdar til að halda áfram á seinna þrepið og fá tvær milljónir króna hver til að vinna hugmyndir sínar áfram. Seinni hlutinn er framkvæmd keppni þar sem á að útfæra almenningsrýmin nánar og forhanna hótel. Á þessu stigi verður einhver með réttindi til að leggja fram aðaluppdrætti að skrifa upp á tillögur. Fyrstu verðlaun er 2,5 milljónir króna auk tveggja milljóna króna útfærslugreiðslu. Samkvæmt samkeppnislýsingunni sem samþykkt hefur verið í skipulagsráði nær hönnunarsvæðið yfir Ingólfstorg, Aðalstræti 7 og 11, Vallarstræti 4 og Thorvaldsenstræti 2, 4 og 6 auk almenningsreitsins Víkurgarðs. Svæðið afmarkast því af Aðalstræti, Hafnarstræti, Veltusundi, Vallarstræti, Thorvaldsenstræti og Kirkjustræti. Dómnefndin hefur þegar verið skipuð og er Páll Hjaltason, arkitekt og formaður skipulagsráðs, formaður hennar. Nefndin segist telja kost að húsin á Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4 verði á sínum stað en annars skuli þau flutt til innan reitsins. Þá skuli „reikna með“ að húsið Thorvaldsenstræti 2, sem er gamli Kvennaskólinn standi óbreytt enda sé það friðað. Staðsetning hótelsins sé frjáls innan svæðisins en það megi þó ekki vera í Víkurgarði og eigi að falla að núverandi byggð. Torfi Hjartarson, fulltrúi vinstri grænna í skipulagsráði, segir keppnislýsinguna óskýra og þar sé ekki minnst á kraftmikil mótmæli vegna fyrri hugmynda um hótelbyggingu á reitnum. „Ekkert kemur fram um mögulega varðveislu á samkomu- og tónleikasal í Sjálfstæðishúsi eða Nasa,“ segir Torfi einnig. „Sú grunnforsenda lóðarhafa að reisa þurfi rými fyrir 130 herbergja hótel með öllu sem því fylgir á þessu viðkvæma svæði fellur illa að keppni um opna nálgun þar sem kapp er lagt á að styðja vel við gamla byggð,“ segir í greinargerð sem Torfi lagði fram í skipulagsráði. Hann telur samruna lóða og umfangsmikið hótel í hjarta Kvosarinnar tefla í tvísýnu sumum af elstu götumyndum landsins. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Ekki fleiri íþróttahús fyrr en hin fullnýtast Ný íþróttamannvirki með mikla afkastagetu á ekki að byggja á höfuðborgarsvæðinu fyrr en sveitarfélögin á svæðinu hafa komið sér saman um staðsetninguna. Þetta er ein tillagna sameiginlegs starfshóps sveitarfélaganna. 7. nóvember 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Samkeppni um hönnun við sunnanvert Ingólfstorg á að ná fram heildarlausn fyrir skipulag svæðisins, þar á meðal er 130 herbergja hótel. Einnig er ætlunin að „laða fram lausnir á framtíð húsanna við Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7“. Það er skipulags- og eignasvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við lóðarhafa á svæðinu og Arkitektafélag Íslands sem gengst fyrir samkeppninni sem verður í tveimur þrepum. Fyrri hlutinn er hugmyndasamkeppni og þá hafa allir þátttökurétt. Á þessu stigi er lögð áhersla á skipulag svæðisins og frumhönnun hótels. Allt að fimm tillögur verða valdar til að halda áfram á seinna þrepið og fá tvær milljónir króna hver til að vinna hugmyndir sínar áfram. Seinni hlutinn er framkvæmd keppni þar sem á að útfæra almenningsrýmin nánar og forhanna hótel. Á þessu stigi verður einhver með réttindi til að leggja fram aðaluppdrætti að skrifa upp á tillögur. Fyrstu verðlaun er 2,5 milljónir króna auk tveggja milljóna króna útfærslugreiðslu. Samkvæmt samkeppnislýsingunni sem samþykkt hefur verið í skipulagsráði nær hönnunarsvæðið yfir Ingólfstorg, Aðalstræti 7 og 11, Vallarstræti 4 og Thorvaldsenstræti 2, 4 og 6 auk almenningsreitsins Víkurgarðs. Svæðið afmarkast því af Aðalstræti, Hafnarstræti, Veltusundi, Vallarstræti, Thorvaldsenstræti og Kirkjustræti. Dómnefndin hefur þegar verið skipuð og er Páll Hjaltason, arkitekt og formaður skipulagsráðs, formaður hennar. Nefndin segist telja kost að húsin á Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4 verði á sínum stað en annars skuli þau flutt til innan reitsins. Þá skuli „reikna með“ að húsið Thorvaldsenstræti 2, sem er gamli Kvennaskólinn standi óbreytt enda sé það friðað. Staðsetning hótelsins sé frjáls innan svæðisins en það megi þó ekki vera í Víkurgarði og eigi að falla að núverandi byggð. Torfi Hjartarson, fulltrúi vinstri grænna í skipulagsráði, segir keppnislýsinguna óskýra og þar sé ekki minnst á kraftmikil mótmæli vegna fyrri hugmynda um hótelbyggingu á reitnum. „Ekkert kemur fram um mögulega varðveislu á samkomu- og tónleikasal í Sjálfstæðishúsi eða Nasa,“ segir Torfi einnig. „Sú grunnforsenda lóðarhafa að reisa þurfi rými fyrir 130 herbergja hótel með öllu sem því fylgir á þessu viðkvæma svæði fellur illa að keppni um opna nálgun þar sem kapp er lagt á að styðja vel við gamla byggð,“ segir í greinargerð sem Torfi lagði fram í skipulagsráði. Hann telur samruna lóða og umfangsmikið hótel í hjarta Kvosarinnar tefla í tvísýnu sumum af elstu götumyndum landsins. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Ekki fleiri íþróttahús fyrr en hin fullnýtast Ný íþróttamannvirki með mikla afkastagetu á ekki að byggja á höfuðborgarsvæðinu fyrr en sveitarfélögin á svæðinu hafa komið sér saman um staðsetninguna. Þetta er ein tillagna sameiginlegs starfshóps sveitarfélaganna. 7. nóvember 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Ekki fleiri íþróttahús fyrr en hin fullnýtast Ný íþróttamannvirki með mikla afkastagetu á ekki að byggja á höfuðborgarsvæðinu fyrr en sveitarfélögin á svæðinu hafa komið sér saman um staðsetninguna. Þetta er ein tillagna sameiginlegs starfshóps sveitarfélaganna. 7. nóvember 2011 07:00