Hrina nauðgana í Noregi - Stoltenberg leitar ráða hjá Dönum 7. nóvember 2011 13:00 Mikil fjölgun hefur orðið á tilfellum þar sem nauðgarar ráðast á konur að nóttu til í Ósló. Meðal úrræða er að auka lýsingu á fáförnum stöðum í borginni. NordicPhotos/Getty Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn. Alda nauðgana hefur gengið yfir Ósló, höfuðborg Noregs, í ár þar sem árásum á konur á götum úti að nóttu til hefur fjölgað sérstaklega mikið. Síðasta tilfellið var aðfaranótt sunnudags þegar tveir menn réðust á 18 ára stúlku á leið úr samkvæmi. Alls er skráð 51 nauðgun af þessu tagi í borginni það sem af er ári, en allt árið í fyrra voru 24 slíkar árásir tilkynntar. Í Noregi er greinarmunur gerður á aðstæðum þar sem nauðganir eiga sér stað. Alls eru á milli 8.000 og 16.000 nauðganir tilkynntar á landsvísu ár hvert, en þar undir eru í fyrsta lagi stefnumótanauðganir, þá nauðgun þar sem gerandi er nákominn þolanda og loks árásarnauðganir þar sem ókunnur maður eða menn ráðast á konu á almannafæri, oftast í skjóli nætur. Í þessum síðastnefnda flokki hefur tilvikum fjölgað ískyggilega síðustu ár, en á árunum 2006 til 2008 var samtals tilkynnt um 41 árásarnauðgun. Lögreglan í Ósló hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir getuleysi sitt í að stemma stigu við nauðgunum og hve illa gengur að upplýsa málin. Af þessum árásarnauðgunum, sem fyrr greinir, hafa aðeins sjö af 51 verið upplýstar og því hefur rannsóknarlögregla ríkisins verið kölluð til aðstoðar. Um 300 manns komu saman í miðborg Óslóar um helgina og fordæmdu árásirnar og um leið var þess krafist að lögreglan tæki á nauðgunarmálum af meiri festu. Ríkisútvarpið (NRK) hefur eftir Herdisi Mageröy, sem starfar í athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgana, að lögregla leggi ekki nógu mikið í rannsóknir á málunum. „Það hefur orðið til þess að margar konur veigra sér við að kæra nauðganir vegna þess að þær óttast að ekki sé tekið af alvöru á málunum," sagði hún. Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur tekið málið upp og leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn, sem hafa náð nokkrum árangri í þessum efnum. „Núverandi ástand í Ósló er óviðunandi," sagði Stoltenberg við NRK. „Þá er mikilvægt að allir leggist á eitt og líti einnig til þess sem má læra af öðrum." Meðal þeirra aðgerða í Kaupmannahöfn sem Stoltenberg vísar til er meiri sýnileiki lögreglu á götum borgarinnar, efling almenningssamgangna að næturlagi og bætt lýsing á dimmum og afskekktum stöðum. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn. Alda nauðgana hefur gengið yfir Ósló, höfuðborg Noregs, í ár þar sem árásum á konur á götum úti að nóttu til hefur fjölgað sérstaklega mikið. Síðasta tilfellið var aðfaranótt sunnudags þegar tveir menn réðust á 18 ára stúlku á leið úr samkvæmi. Alls er skráð 51 nauðgun af þessu tagi í borginni það sem af er ári, en allt árið í fyrra voru 24 slíkar árásir tilkynntar. Í Noregi er greinarmunur gerður á aðstæðum þar sem nauðganir eiga sér stað. Alls eru á milli 8.000 og 16.000 nauðganir tilkynntar á landsvísu ár hvert, en þar undir eru í fyrsta lagi stefnumótanauðganir, þá nauðgun þar sem gerandi er nákominn þolanda og loks árásarnauðganir þar sem ókunnur maður eða menn ráðast á konu á almannafæri, oftast í skjóli nætur. Í þessum síðastnefnda flokki hefur tilvikum fjölgað ískyggilega síðustu ár, en á árunum 2006 til 2008 var samtals tilkynnt um 41 árásarnauðgun. Lögreglan í Ósló hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir getuleysi sitt í að stemma stigu við nauðgunum og hve illa gengur að upplýsa málin. Af þessum árásarnauðgunum, sem fyrr greinir, hafa aðeins sjö af 51 verið upplýstar og því hefur rannsóknarlögregla ríkisins verið kölluð til aðstoðar. Um 300 manns komu saman í miðborg Óslóar um helgina og fordæmdu árásirnar og um leið var þess krafist að lögreglan tæki á nauðgunarmálum af meiri festu. Ríkisútvarpið (NRK) hefur eftir Herdisi Mageröy, sem starfar í athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgana, að lögregla leggi ekki nógu mikið í rannsóknir á málunum. „Það hefur orðið til þess að margar konur veigra sér við að kæra nauðganir vegna þess að þær óttast að ekki sé tekið af alvöru á málunum," sagði hún. Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur tekið málið upp og leitað ráða hjá borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn, sem hafa náð nokkrum árangri í þessum efnum. „Núverandi ástand í Ósló er óviðunandi," sagði Stoltenberg við NRK. „Þá er mikilvægt að allir leggist á eitt og líti einnig til þess sem má læra af öðrum." Meðal þeirra aðgerða í Kaupmannahöfn sem Stoltenberg vísar til er meiri sýnileiki lögreglu á götum borgarinnar, efling almenningssamgangna að næturlagi og bætt lýsing á dimmum og afskekktum stöðum. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira