Sjúkrahús í Eyjum háð söfnun Bjarna 3. nóvember 2011 05:00 „Þetta hefur ábyggilega sparað fólki fleiri milljónir að þurfa ekki að fara suður,“ segir Bjarni sem sjálfur er uppalinn Eyjamaður. Hann hefur búið þar alla tíð og fer sjaldan til lands. „Enda voða lítið að sækja þangað,“ segir hann. Fréttablaðið/Óskar „Þetta var síðasta gjöfin, enda er ég að verða áttræður,“ segir Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, sem gaf Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannnaeyjum nýtt ómtæki í byrjun vikunnar. Bjarni hefur verið í forsvari fyrir hópi fólks sem gefið hefur stofnuninni tæki og tól fyrir hátt í 200 milljónir króna síðustu tíu ár. „Ég var einn af þeim fyrstu sem lentu á Grensásdeildinni þegar brotnaði hjá mér axlarliðurinn. Þá sá ég rosalega mikið af illa leiknu fólki,“ segir Bjarni spurður út í gjafirnar. „Mér er sérstaklega minnisstæður einn ungur maður frá Akranesi. Hann hafði komið til Reykjavíkur að kaupa bíl en á leiðinni upp á Skaga lenti hann í bílslysi og lamaðist. Hann grét svo mikið á kvöldin – hjúkkurnar reyndu að vefja hann inn í teppi og hugga. Þetta tók svo á mig enda var þetta ungur maður sem er enn bundinn í hjólastól.“ Saga unga piltsins af Skaganum varð til þess að Bjarni fór að velta því fyrir sér hvernig hann gæti stutt við bakið á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum. Hann leitaði því á náðir góðra vina. „Ég á svo marga góða vini og kunningja sem hafa stutt svona vel við bakið á mér,“ segir Bjarni. Skipstjórinn fyrrverandi segist ekki muna öll þau tæki og tól sem hann hefur safnað fyrir. Þar má þó nefna 30 sjúkrarúm, röntgentæki og ljós á skurðstofuna, svo fátt eitt sé nefnt. Þá gaf hann skáp sem notaður er til að blanda saman lyfjum fyrir krabbameinsmeðferðir. „Heilbrigðisyfirvöld ætluðu nú ekki að leyfa okkur að gefa skápinn en það hafðist með þrjóskunni,“ segir Eyjapeyinn. Gjafirnar skipta stofnunina miklu. „Þetta skiptir í raun öllu máli fyrir stofnunina. Við fáum um eina milljón króna á ári á fjárlögum til tækjakaupa. Það dugir kannski fyrir einni eða tveimur tölvum. Við erum hins vegar með tæki fyrir nokkur hundruð miljónir króna og þyrftum 30 milljónir á ári til að halda þeim við,“ segir Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. „Ef þessar gjafir hefðu ekki komið til værum við ekki sjúkrahús heldur elliheimili. Þessi tæki skipta öllu í heilbrigðisþjónustu við Vestmannaeyinga.“ kristjan@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
„Þetta var síðasta gjöfin, enda er ég að verða áttræður,“ segir Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, sem gaf Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannnaeyjum nýtt ómtæki í byrjun vikunnar. Bjarni hefur verið í forsvari fyrir hópi fólks sem gefið hefur stofnuninni tæki og tól fyrir hátt í 200 milljónir króna síðustu tíu ár. „Ég var einn af þeim fyrstu sem lentu á Grensásdeildinni þegar brotnaði hjá mér axlarliðurinn. Þá sá ég rosalega mikið af illa leiknu fólki,“ segir Bjarni spurður út í gjafirnar. „Mér er sérstaklega minnisstæður einn ungur maður frá Akranesi. Hann hafði komið til Reykjavíkur að kaupa bíl en á leiðinni upp á Skaga lenti hann í bílslysi og lamaðist. Hann grét svo mikið á kvöldin – hjúkkurnar reyndu að vefja hann inn í teppi og hugga. Þetta tók svo á mig enda var þetta ungur maður sem er enn bundinn í hjólastól.“ Saga unga piltsins af Skaganum varð til þess að Bjarni fór að velta því fyrir sér hvernig hann gæti stutt við bakið á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum. Hann leitaði því á náðir góðra vina. „Ég á svo marga góða vini og kunningja sem hafa stutt svona vel við bakið á mér,“ segir Bjarni. Skipstjórinn fyrrverandi segist ekki muna öll þau tæki og tól sem hann hefur safnað fyrir. Þar má þó nefna 30 sjúkrarúm, röntgentæki og ljós á skurðstofuna, svo fátt eitt sé nefnt. Þá gaf hann skáp sem notaður er til að blanda saman lyfjum fyrir krabbameinsmeðferðir. „Heilbrigðisyfirvöld ætluðu nú ekki að leyfa okkur að gefa skápinn en það hafðist með þrjóskunni,“ segir Eyjapeyinn. Gjafirnar skipta stofnunina miklu. „Þetta skiptir í raun öllu máli fyrir stofnunina. Við fáum um eina milljón króna á ári á fjárlögum til tækjakaupa. Það dugir kannski fyrir einni eða tveimur tölvum. Við erum hins vegar með tæki fyrir nokkur hundruð miljónir króna og þyrftum 30 milljónir á ári til að halda þeim við,“ segir Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. „Ef þessar gjafir hefðu ekki komið til værum við ekki sjúkrahús heldur elliheimili. Þessi tæki skipta öllu í heilbrigðisþjónustu við Vestmannaeyinga.“ kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira