Erlend fjárfesting bundin við álver 3. október 2011 06:00 Framleiðsla hófst í álverinu í Straumsvík árið 1969 en álverið var formlega opnað ári síðar. Erlend fjárfesting hér á landi hefur að mestu verið bundin við áliðnaðinn. fréttablaðið/gva Óvíða eru meiri hömlur á erlenda fjárfestingu en hér á landi. Ef litið er til síðustu áratuga sést að fjárfesting að utan hefur komið í slumpum og nánast verið bundin við áliðnaðinn. Starfshópur iðnaðarráðherra leggur til að lög um málaflokkinn verði afnumin og nefnd um erlenda fjárfestingu verði lögð niður. Íslendingar eru sjálfum sér verstir þegar kemur að erlendri fjárfestingu og reglugerðarumhverfi þar um fælir erlenda fjárfesta frá. Þetta segir Aðalsteinn Leifsson, sem stýrði starfshópi iðnaðarráðherra sem falið var að skoða málefni erlendra fjárfestinga hér á landi. Aðalsteinn segir að Íslendingar verði að hætta að ýta erlendri fjárfestingu frá sér, leiðin til að græða peninga sé að hætta að tapa þeim. Segja má að erlendar fjárfestingar komi til sögunnar þegar Íslendingar fara að taka þátt í alþjóðasamstarfi, með þátttöku í EFTA, EES-samningnum og GATT-samningnum, sem snérist um að draga úr hömlum á milliríkjaviðskipti. Íslendingar voru síðan stofnaðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, sem stofnuð var árið 1995 og tók yfir það hlutverk sem GATT-samningurinn hafði gegnt áður. Aðalsteinn segir að með auknu alþjóðlegu samstarfi hafi erlend fjárfesting hér á landi aukist. Hún hafi hins vegar verið á mjög afmörkuðu sviði; ekki aðeins hafi hún verið bundin við orkufrekan iðnað heldur svo til eingöngu snúist um áliðnaðinn. Einhæft atvinnulífÞetta segir Aðalsteinn að miklu leyti skýrast af því að atvinnulíf á Íslandi sé í raun einhæft. „Atvinnulífið er þrátt fyrir allt tiltölulega einhæft hér á landi. Þá eru ýmsar hömlur á erlendri fjárfestingu, eins og sjá má í sjávarútvegi. Fjárfesting erlendra aðila hér á landi hefur einnig verið mjög einhæf. Ef horft er á Norðurlöndin má sjá að erlend fjárfesting er á mun fleiri sviðum en hér; dreifist yfir mismunandi þjónustu og breiðir úr sér um allt hagkerfið. Hér á landi er þetta bundið ekki bara við orkufrekan iðnað, heldur beinlínis við álið." Aðalsteinn segir að þegar tölur um erlenda fjárfestingu síðustu ár séu skoðaðar sjáist að töluvert hafi verið um fjárfestingu í fjármálageiranum. Það sé hins vegar nokkuð á reki hver raunveruleg erlend fjárfesting hafi verið í þeim geira. Oft var um flókna fjármálagjörninga að ræða þar sem peningar fóru út úr landinu og komu aftur inn eftir ýmsar flækjur ytra. Raunveruleg erlend fjárfesting hér á landi sé hins vegar bundin við álið og komi inn í slumpum. Reglur óskýrarStarfshópurinn ræddi við forsvarsmenn fjölda fyrirtækja og niðurstaðan úr þeim viðræðum er að reglur séu óskýrar hvað varðar erlenda fjárfestingu. Því sé brýnt að skýra lagaumhverfið svo að það fæli ekki erlenda fjárfesta frá. „Fyrirtæki sem hafa verið að reyna að sækja sér erlenda samstarfsaðila tala mikið um að erfitt sé að fá skýr svör um það eftir hvaða reglum og tímamörkum er unnið. Það er því brýnt að vanda stjórnsýsluna og koma upp traustu og heilbrigðu umhverfi í þessum málaflokki." Sérstök lög gilda um erlenda fjárfestingu hér á landi. Samkvæmt þeim ber að tilkynna ráðherra um alla erlenda fjárfestingu „jafnskjótt og samningur eða ákvarðanir þar að lútandi liggja fyrir". Þá eru sérstakar hömlur á fjárfestingar í sjávarútvegi, en eignarhlutur erlendra aðila má ekki vera meiri en 33 prósent í fyrirtækjum í þeim iðnaði. Líkt og umtalað hefur verið er útlendingum utan EES-svæðisins óheimilt að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Innanríkisráðherra getur hins vegar veitt undanþágu frá því banni. Á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra liggur nú slík undanþágubeiðni frá kínverska fjárfestinum Huang Nubo, en hann hefur óskað eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Síðan árið 2007 hefur 24 sinnum verið sótt um slíka undanþágu og hún verið veitt í öllum tilvikum nema einu. Þá er starfandi hér nefnd um erlenda fjárfestingu, sem getur lagt mat sitt á einstaka kaupsamninga. Kaup kanadíska fyrirtækisins Magma á HS Orku fóru til að mynda inn á borð þeirrar nefndar. Afnema löginAðalsteinn segir að ákvarðanir um erlendar fjárfestingar hér á landi séu allt of matskenndar. Það sé ástæðan fyrir því að OECD meti hindranir á erlendum fjárfestingum jafn miklar hér á landi og raun ber vitni. „Allar takmarkanir á erlendri fjárfestingu þurfa að vera skýrari. Við höfum spurt okkur að því hvort nauðsynlegt sé að hafa sérstök lög um erlenda fjárfestingu og sérstaka nefnd þar um. Eðlilegra væri að takmarkanir kæmu fram í sérlögum, svo sem varðandi einstakar atvinnugreinar. Það þarf að hafa skýrar reglur frekar en að búa við matskennd ákvæði." Óvissan er versti óvinurinn þegar kemur að erlendri fjárfestingu að mati Aðalsteins. Fjárfestar sem hyggist binda umtalsverða fjármuni í fjarlægu landi, eins og Íslandi, verði að vita að hverju þeir ganga. Annars fari þeir einfaldlega eitthvert annað með fjármuni sína. „Við verðum að vanda okkur betur í stjórnsýslunni og menn þurfa að geta gengið að skýrum reglum. Það á ekki að gefa neinn afslátt af reglunum en menn verða að vita að hverju þeir ganga. Skýrar reglur og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli. Þá verður að virða öll tímamörk og ákvarðanir verða að vera bindandi," segir Aðalsteinn. Það gangi ekki að óvissa ríki um ákvarðanir og þeim sé jafnvel snúið við eftir á. Slíkt fæli frá. Tækifæri í fjölbreytniAðalsteinn segir að erlendir aðilar hafi verið hikandi við að fjárfesta hér á landi. Íslendingar eigi hins vegar gríðarleg tækifæri hvað þetta varðar. Hér sé hrein orka, menntað vinnuafl, þó það sé ekki jafn vel menntað og Íslendingar vilji stundum vera láta, nægt landrými og gott skipulag á samskiptakerfum. Þá sé lega landsins, mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, kostur, hér sé öryggi og heilnæmt umhverfi. Nauðsynlegt sé hins vegar að velta því fyrir sér hvers konar fjárfestingu menn sækist eftir. Hagkvæmast sé að erlend fjárfesting skapi aukin verðmæti hér á landi og bæti lífsgæði. Verðmætin verði til innanlands í gegnum framleiðsluferlið hér. Hún megi gjarnan fela í sér nýsköpun líka, hafa nýja þekkingu fram að færa og efla rannsóknir og þróun. Æskilegt sé að hún skapi nýja markaði og styrki um leið þá starfsemi sem fyrir er, skili skatttekjum og falli að þeirri ímynd sem Íslendingar vilja halda er lýtur að heilnæmi. Þá megi hún gjarnan vera orkufrek. „Í kynningar- og markaðsstarfi á að leggja áherslu á slíka fjárfestingu og þá ættu allir að geta sameinast um hana, hvort sem menn eru yst til hægri eða yst til vinstri." Aðalsteinn segir deilur um erlenda fjárfestingu hafa verið slæmar og mikilvægt sé að ná sátt um málið. „Við þurfum að sameinast um hvers konar erlendri fjárfestingu við sækjumst eftir. Við ætlum ekki að slá af kröfum, alls ekki. Við viljum horfa til þess að fá fjárfestingu sem eykur fjölbreytni og dreifir áhættunni. Það þýðir ekki að við eigum að standa gegn erlendri fjárfestingu sem uppfyllir ekki þessi skilyrði, aukin verðmætasköpun er af hinu góða og við tökum vel á móti þeim sem hingað vilja koma." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Óvíða eru meiri hömlur á erlenda fjárfestingu en hér á landi. Ef litið er til síðustu áratuga sést að fjárfesting að utan hefur komið í slumpum og nánast verið bundin við áliðnaðinn. Starfshópur iðnaðarráðherra leggur til að lög um málaflokkinn verði afnumin og nefnd um erlenda fjárfestingu verði lögð niður. Íslendingar eru sjálfum sér verstir þegar kemur að erlendri fjárfestingu og reglugerðarumhverfi þar um fælir erlenda fjárfesta frá. Þetta segir Aðalsteinn Leifsson, sem stýrði starfshópi iðnaðarráðherra sem falið var að skoða málefni erlendra fjárfestinga hér á landi. Aðalsteinn segir að Íslendingar verði að hætta að ýta erlendri fjárfestingu frá sér, leiðin til að græða peninga sé að hætta að tapa þeim. Segja má að erlendar fjárfestingar komi til sögunnar þegar Íslendingar fara að taka þátt í alþjóðasamstarfi, með þátttöku í EFTA, EES-samningnum og GATT-samningnum, sem snérist um að draga úr hömlum á milliríkjaviðskipti. Íslendingar voru síðan stofnaðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, sem stofnuð var árið 1995 og tók yfir það hlutverk sem GATT-samningurinn hafði gegnt áður. Aðalsteinn segir að með auknu alþjóðlegu samstarfi hafi erlend fjárfesting hér á landi aukist. Hún hafi hins vegar verið á mjög afmörkuðu sviði; ekki aðeins hafi hún verið bundin við orkufrekan iðnað heldur svo til eingöngu snúist um áliðnaðinn. Einhæft atvinnulífÞetta segir Aðalsteinn að miklu leyti skýrast af því að atvinnulíf á Íslandi sé í raun einhæft. „Atvinnulífið er þrátt fyrir allt tiltölulega einhæft hér á landi. Þá eru ýmsar hömlur á erlendri fjárfestingu, eins og sjá má í sjávarútvegi. Fjárfesting erlendra aðila hér á landi hefur einnig verið mjög einhæf. Ef horft er á Norðurlöndin má sjá að erlend fjárfesting er á mun fleiri sviðum en hér; dreifist yfir mismunandi þjónustu og breiðir úr sér um allt hagkerfið. Hér á landi er þetta bundið ekki bara við orkufrekan iðnað, heldur beinlínis við álið." Aðalsteinn segir að þegar tölur um erlenda fjárfestingu síðustu ár séu skoðaðar sjáist að töluvert hafi verið um fjárfestingu í fjármálageiranum. Það sé hins vegar nokkuð á reki hver raunveruleg erlend fjárfesting hafi verið í þeim geira. Oft var um flókna fjármálagjörninga að ræða þar sem peningar fóru út úr landinu og komu aftur inn eftir ýmsar flækjur ytra. Raunveruleg erlend fjárfesting hér á landi sé hins vegar bundin við álið og komi inn í slumpum. Reglur óskýrarStarfshópurinn ræddi við forsvarsmenn fjölda fyrirtækja og niðurstaðan úr þeim viðræðum er að reglur séu óskýrar hvað varðar erlenda fjárfestingu. Því sé brýnt að skýra lagaumhverfið svo að það fæli ekki erlenda fjárfesta frá. „Fyrirtæki sem hafa verið að reyna að sækja sér erlenda samstarfsaðila tala mikið um að erfitt sé að fá skýr svör um það eftir hvaða reglum og tímamörkum er unnið. Það er því brýnt að vanda stjórnsýsluna og koma upp traustu og heilbrigðu umhverfi í þessum málaflokki." Sérstök lög gilda um erlenda fjárfestingu hér á landi. Samkvæmt þeim ber að tilkynna ráðherra um alla erlenda fjárfestingu „jafnskjótt og samningur eða ákvarðanir þar að lútandi liggja fyrir". Þá eru sérstakar hömlur á fjárfestingar í sjávarútvegi, en eignarhlutur erlendra aðila má ekki vera meiri en 33 prósent í fyrirtækjum í þeim iðnaði. Líkt og umtalað hefur verið er útlendingum utan EES-svæðisins óheimilt að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Innanríkisráðherra getur hins vegar veitt undanþágu frá því banni. Á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra liggur nú slík undanþágubeiðni frá kínverska fjárfestinum Huang Nubo, en hann hefur óskað eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Síðan árið 2007 hefur 24 sinnum verið sótt um slíka undanþágu og hún verið veitt í öllum tilvikum nema einu. Þá er starfandi hér nefnd um erlenda fjárfestingu, sem getur lagt mat sitt á einstaka kaupsamninga. Kaup kanadíska fyrirtækisins Magma á HS Orku fóru til að mynda inn á borð þeirrar nefndar. Afnema löginAðalsteinn segir að ákvarðanir um erlendar fjárfestingar hér á landi séu allt of matskenndar. Það sé ástæðan fyrir því að OECD meti hindranir á erlendum fjárfestingum jafn miklar hér á landi og raun ber vitni. „Allar takmarkanir á erlendri fjárfestingu þurfa að vera skýrari. Við höfum spurt okkur að því hvort nauðsynlegt sé að hafa sérstök lög um erlenda fjárfestingu og sérstaka nefnd þar um. Eðlilegra væri að takmarkanir kæmu fram í sérlögum, svo sem varðandi einstakar atvinnugreinar. Það þarf að hafa skýrar reglur frekar en að búa við matskennd ákvæði." Óvissan er versti óvinurinn þegar kemur að erlendri fjárfestingu að mati Aðalsteins. Fjárfestar sem hyggist binda umtalsverða fjármuni í fjarlægu landi, eins og Íslandi, verði að vita að hverju þeir ganga. Annars fari þeir einfaldlega eitthvert annað með fjármuni sína. „Við verðum að vanda okkur betur í stjórnsýslunni og menn þurfa að geta gengið að skýrum reglum. Það á ekki að gefa neinn afslátt af reglunum en menn verða að vita að hverju þeir ganga. Skýrar reglur og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli. Þá verður að virða öll tímamörk og ákvarðanir verða að vera bindandi," segir Aðalsteinn. Það gangi ekki að óvissa ríki um ákvarðanir og þeim sé jafnvel snúið við eftir á. Slíkt fæli frá. Tækifæri í fjölbreytniAðalsteinn segir að erlendir aðilar hafi verið hikandi við að fjárfesta hér á landi. Íslendingar eigi hins vegar gríðarleg tækifæri hvað þetta varðar. Hér sé hrein orka, menntað vinnuafl, þó það sé ekki jafn vel menntað og Íslendingar vilji stundum vera láta, nægt landrými og gott skipulag á samskiptakerfum. Þá sé lega landsins, mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, kostur, hér sé öryggi og heilnæmt umhverfi. Nauðsynlegt sé hins vegar að velta því fyrir sér hvers konar fjárfestingu menn sækist eftir. Hagkvæmast sé að erlend fjárfesting skapi aukin verðmæti hér á landi og bæti lífsgæði. Verðmætin verði til innanlands í gegnum framleiðsluferlið hér. Hún megi gjarnan fela í sér nýsköpun líka, hafa nýja þekkingu fram að færa og efla rannsóknir og þróun. Æskilegt sé að hún skapi nýja markaði og styrki um leið þá starfsemi sem fyrir er, skili skatttekjum og falli að þeirri ímynd sem Íslendingar vilja halda er lýtur að heilnæmi. Þá megi hún gjarnan vera orkufrek. „Í kynningar- og markaðsstarfi á að leggja áherslu á slíka fjárfestingu og þá ættu allir að geta sameinast um hana, hvort sem menn eru yst til hægri eða yst til vinstri." Aðalsteinn segir deilur um erlenda fjárfestingu hafa verið slæmar og mikilvægt sé að ná sátt um málið. „Við þurfum að sameinast um hvers konar erlendri fjárfestingu við sækjumst eftir. Við ætlum ekki að slá af kröfum, alls ekki. Við viljum horfa til þess að fá fjárfestingu sem eykur fjölbreytni og dreifir áhættunni. Það þýðir ekki að við eigum að standa gegn erlendri fjárfestingu sem uppfyllir ekki þessi skilyrði, aukin verðmætasköpun er af hinu góða og við tökum vel á móti þeim sem hingað vilja koma."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira