Innlent

Styðja lögreglu í kjarabaráttu

Haraldur Freyr Gíslason.
Haraldur Freyr Gíslason.
Félag leikskólakennara styður lögreglumenn í kjarabaráttu sinni. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsins, sendi ályktun fyrir hönd stjórnarinnar í gær. Þar segir að sú krafa lögreglumanna um að geta framfleytt sér á grunnlaunum sínum sé eðlileg og er ríkið hvatt til að stíga skref í þá átt.

„Vandaðir einstaklingar verða að sjá fjárhagslegan hag að því að velja lögreglustarfið sem ævistarf. Það er hagur okkar allra,“ segir í ályktuninni.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×