Vill að Hringbrautin verði Þórbergsstræti 22. september 2011 08:00 Samkvæmt tillögu sem nú er til skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar yrði nafni Hringbrautar vestur af Melatorgi breytt í Þórbergsstræti. Fréttablaðið/Samsett mynd „Þannig er mál með vexti að ég er með bón til þín að handan," segir í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra frá manni sem kveðst vera „skyggnigáfumaður" og leggur til að nafni Hringbrautar vestan Melatorgs verði breytt í Þórbergsstræti. Bréfritarinn kveðst hafa verið að ganga framhjá þar sem Þórbergur Þórðarson skáld bjó á Hringbraut þegar honum barst bæn um að nafni götunnar yrði breytt í Þórbergsstræti. Þórbergur, sem lést árið 1974, hafði í lifanda lífi mikinn áhuga á veröldinni eftir jarðlífið. „Ég hef verið í beinu sambandi við Þórberg og hugsað þetta. Eins og við höfum verið að vinna saman þá væri hugmyndin sú frá hringtorginu tæki gatan nafnið Þórbergsstræti," útskýrir skyggnigáfumaðurinn og bendir á að borgarstjórinn sé einmitt opinn fyrir breytingum á götuheitum. „Ég vona að þú takir vel í þessa hugmynd hjá okkur félögunum," undirstrikar hann. Borgarstjóri sendi erindið til skipulagsstjóra. „Mér líst vel á að nefna götur eftir fólki og að nota heitin stræti og götur. En ég er hikandi við að breyta nafni gamalgróinnar götu eins og Hringbrautarinnar," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, sem skrifaði BA-ritgerð um Þórberg og vinnur nú að útgáfu bókar um sendibréf til Þórbergs, segir að sér lítist afar vel á hugmyndina um nafnabreytinguna. „Mér finnst þetta mjög góð hugmynd og ég styð hana. Bæði bjó Þórbergur á Hringbraut 45 og gekk mikið á hverjum einasta degi og jafnvel oft á dag um þessar götur. Ef það á að hampa einhverjum eftir dauðann þá finnst mér mjög viðeigandi að það sé Þórbergur – og nafnið er fallegt líka," segir Þórunn sem aðspurð kveður Þórberg aldrei hafa gefið andaheiminn upp á bátinn. „Mér finnst það hins vegar ekki líkt Þórbergi að vilja einhverjar vegtyllur eftir dauðann og trúi því nú eiginlega ekki að hann sé að nota tímann þarna hinumegin til þess að reyna að fá einhverjar götur nefndar í höfuðið á sér. Ég held að Þórbergur sé kominn lengra og sé að stússa í einhverju öðru – hann er að minnsta kosti ekki að hugsa um götuheiti í Reykjavík," segir Þórunn Hrefna. gar@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Þannig er mál með vexti að ég er með bón til þín að handan," segir í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra frá manni sem kveðst vera „skyggnigáfumaður" og leggur til að nafni Hringbrautar vestan Melatorgs verði breytt í Þórbergsstræti. Bréfritarinn kveðst hafa verið að ganga framhjá þar sem Þórbergur Þórðarson skáld bjó á Hringbraut þegar honum barst bæn um að nafni götunnar yrði breytt í Þórbergsstræti. Þórbergur, sem lést árið 1974, hafði í lifanda lífi mikinn áhuga á veröldinni eftir jarðlífið. „Ég hef verið í beinu sambandi við Þórberg og hugsað þetta. Eins og við höfum verið að vinna saman þá væri hugmyndin sú frá hringtorginu tæki gatan nafnið Þórbergsstræti," útskýrir skyggnigáfumaðurinn og bendir á að borgarstjórinn sé einmitt opinn fyrir breytingum á götuheitum. „Ég vona að þú takir vel í þessa hugmynd hjá okkur félögunum," undirstrikar hann. Borgarstjóri sendi erindið til skipulagsstjóra. „Mér líst vel á að nefna götur eftir fólki og að nota heitin stræti og götur. En ég er hikandi við að breyta nafni gamalgróinnar götu eins og Hringbrautarinnar," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, sem skrifaði BA-ritgerð um Þórberg og vinnur nú að útgáfu bókar um sendibréf til Þórbergs, segir að sér lítist afar vel á hugmyndina um nafnabreytinguna. „Mér finnst þetta mjög góð hugmynd og ég styð hana. Bæði bjó Þórbergur á Hringbraut 45 og gekk mikið á hverjum einasta degi og jafnvel oft á dag um þessar götur. Ef það á að hampa einhverjum eftir dauðann þá finnst mér mjög viðeigandi að það sé Þórbergur – og nafnið er fallegt líka," segir Þórunn sem aðspurð kveður Þórberg aldrei hafa gefið andaheiminn upp á bátinn. „Mér finnst það hins vegar ekki líkt Þórbergi að vilja einhverjar vegtyllur eftir dauðann og trúi því nú eiginlega ekki að hann sé að nota tímann þarna hinumegin til þess að reyna að fá einhverjar götur nefndar í höfuðið á sér. Ég held að Þórbergur sé kominn lengra og sé að stússa í einhverju öðru – hann er að minnsta kosti ekki að hugsa um götuheiti í Reykjavík," segir Þórunn Hrefna. gar@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira