Innlent

Fá 13 milljónir úr borgarsjóði

Borgin greiðir húsaleigureikninga.
Borgin greiðir húsaleigureikninga.
Fjárhagsvandi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar virðist leystur eftir að borgarráð samþykkti að veita 13 milljónir króna aukalega til miðstöðvarinnar. Upphæðin á að renna til þess að greiða húsaleigu á þessu ári og til að gera upp vangoldna húsaleigu frá árinu 2010. Vandinn á rætur að rekja til þess að eftir hrunið stóð Landsbankinn ekki við fyrri skuldbindingar um stuðning við verkefnið.

„Rekstur á vegum Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar gengur vel og stendur starfsemin undir almennum rekstrarkostnaði. Síðustu mánuði hafa 25 hljómsveitir nýtt sér aðstöðuna í miðstöðinni,“ sagði í greinargerð með tillögunni um styrkveitinguna sem lögð var fram af Jóni Gnarr borgarstjóra. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×