Bankakreppa gæti skaðað útflutning og ferðaþjónustu 20. september 2011 03:15 Niðurskurður og skattahækkanir grískra stjórnvalda hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg heima fyrir, þótt öðrum ríkjum þyki ekki nægilega langt gengið. Áletrunin á einu skiltanna á myndinni er táknræn, þótt hún virðist vera tilvísun í frægan lagatexta Leonards Cohen. Þar segir: „Fyrst tökum við bankana, svo tökum við Berlín.“ Hvaða áhrif gæti möguleg bankakreppa í Evrópu haft á Íslandi? Verði evrópsk bankakreppa að veruleika vegna vandræða Grikklands mun hún ekki hafa veruleg áhrif á íslensku bankana. Áhrifa slíkrar kreppu myndi þó gæta á Íslandi þótt höggið yrði ekki neitt nálægt því sem Ísland fékk í október 2008. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og öflug evrópsk ríki reyna nú sitt besta til að slá á ótta við að ríkisskuldakreppa í Grikklandi leiði af sér bankakreppu í Evrópu. Ótti við slíka kreppu gegnsýrir markaði víða um heim og ljóst er að hingað til hefur mistekist að skapa traust um að grísk stjórnvöld geti greitt af skuldum sínum. Árið 2008 voru íslensku bankarnir mjög háðir erlendu lánsfé við endurfjármögnun lánaskuldbindinga sinna. Nú skulda bankarnir ekki í útlöndum, og íslenska ríkið hefur fjármagnað sig með samningi við AGS. Þetta þýðir að þótt fjármálakreppa skelli á nágrannalöndunum muni hún hafa annars konar áhrif á bankana og ríkið en í hruninu, segir Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún geti haft í för með sér skertan aðgang að lánsfé og hærri lántökukostnað. Fjármálakreppa í nágrannalöndunum myndi þrátt fyrir það hafa áhrif hér á landi. Til dæmis myndu útflutningsfyrirtæki fá lægra verð fyrir framleiðslu sína. Mögulega myndi fallandi gengi evrunnar ýkja upp þau slæmu áhrif. Kreppan myndi væntanlega fækka ferðamönnum sem hingað koma, segir Ólafur. Davíð Stefánsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir þessi sjónarmið og bendir að auki á að íslensku lífeyrissjóðirnir eigi enn talsverðar eignir erlendis. Búast megi við að verðmæti þessara eigna rýrni í bankakreppu. Þegar kreppan skall á á Vesturlöndum árið 2008 stóðu ríkin almennt sterkt og gátu brugðist hratt við til að takmarka skaðann, til dæmis með því að bjarga bönkum og öðrum mikilvægum fyrirtækjum. Nú er önnur staða uppi, og mörg Evrópuríki eru svo skuldsett að þau eiga ekki möguleika á að bregðast við með áhrifaríkum hætti, segir Davíð. Snýst um pólitískan vilja og getuAGS og öflug evrópsk ríki leggja nú gríðarlega áherslu á að byggja upp traust á fjármálakerfinu og því að Grikkland geti staðið við sínar skuldbindingar. Ólafur segir að tilkynna verði um aðgerðir en óvíst sé að það takist. Lagt hefur verið til að evrópsk ríki standi fyrir sameiginlegu skuldabréfaútboði en það hefur hlotið misjafnar undirtektir. Spurningin er einkum sú hvort stjórnmálamennirnir hafi vilja og getu til að bjarga fjármálakerfinu. Þar mæðir mikið á Þýskalandi, en nú virðist Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í vandræðum heima fyrir þar sem kjósendur virðast óttast að hún gangi of langt í að nota fé þýskra skattgreiðenda til að leysa vanda annarra ríkja. „Það þarf ekki bara pólitískan vilja til að leysa þennan vanda, það þarf líka pólitíska getu. Markaðirnir telja að annað af þessu skorti og þess vegna hafa þeir ekki róast,“ segir Ólafur. Fulltrúar G20, tuttugu stærstu iðnríkja heims, hittast í Washington á fimmtudag til að ræða aðgerðir til að koma í veg fyrir bankakreppu. Fjárfestar bíða óþreyjufullir niðurstöðu fundarins. brjann@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Hvaða áhrif gæti möguleg bankakreppa í Evrópu haft á Íslandi? Verði evrópsk bankakreppa að veruleika vegna vandræða Grikklands mun hún ekki hafa veruleg áhrif á íslensku bankana. Áhrifa slíkrar kreppu myndi þó gæta á Íslandi þótt höggið yrði ekki neitt nálægt því sem Ísland fékk í október 2008. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og öflug evrópsk ríki reyna nú sitt besta til að slá á ótta við að ríkisskuldakreppa í Grikklandi leiði af sér bankakreppu í Evrópu. Ótti við slíka kreppu gegnsýrir markaði víða um heim og ljóst er að hingað til hefur mistekist að skapa traust um að grísk stjórnvöld geti greitt af skuldum sínum. Árið 2008 voru íslensku bankarnir mjög háðir erlendu lánsfé við endurfjármögnun lánaskuldbindinga sinna. Nú skulda bankarnir ekki í útlöndum, og íslenska ríkið hefur fjármagnað sig með samningi við AGS. Þetta þýðir að þótt fjármálakreppa skelli á nágrannalöndunum muni hún hafa annars konar áhrif á bankana og ríkið en í hruninu, segir Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún geti haft í för með sér skertan aðgang að lánsfé og hærri lántökukostnað. Fjármálakreppa í nágrannalöndunum myndi þrátt fyrir það hafa áhrif hér á landi. Til dæmis myndu útflutningsfyrirtæki fá lægra verð fyrir framleiðslu sína. Mögulega myndi fallandi gengi evrunnar ýkja upp þau slæmu áhrif. Kreppan myndi væntanlega fækka ferðamönnum sem hingað koma, segir Ólafur. Davíð Stefánsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir þessi sjónarmið og bendir að auki á að íslensku lífeyrissjóðirnir eigi enn talsverðar eignir erlendis. Búast megi við að verðmæti þessara eigna rýrni í bankakreppu. Þegar kreppan skall á á Vesturlöndum árið 2008 stóðu ríkin almennt sterkt og gátu brugðist hratt við til að takmarka skaðann, til dæmis með því að bjarga bönkum og öðrum mikilvægum fyrirtækjum. Nú er önnur staða uppi, og mörg Evrópuríki eru svo skuldsett að þau eiga ekki möguleika á að bregðast við með áhrifaríkum hætti, segir Davíð. Snýst um pólitískan vilja og getuAGS og öflug evrópsk ríki leggja nú gríðarlega áherslu á að byggja upp traust á fjármálakerfinu og því að Grikkland geti staðið við sínar skuldbindingar. Ólafur segir að tilkynna verði um aðgerðir en óvíst sé að það takist. Lagt hefur verið til að evrópsk ríki standi fyrir sameiginlegu skuldabréfaútboði en það hefur hlotið misjafnar undirtektir. Spurningin er einkum sú hvort stjórnmálamennirnir hafi vilja og getu til að bjarga fjármálakerfinu. Þar mæðir mikið á Þýskalandi, en nú virðist Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í vandræðum heima fyrir þar sem kjósendur virðast óttast að hún gangi of langt í að nota fé þýskra skattgreiðenda til að leysa vanda annarra ríkja. „Það þarf ekki bara pólitískan vilja til að leysa þennan vanda, það þarf líka pólitíska getu. Markaðirnir telja að annað af þessu skorti og þess vegna hafa þeir ekki róast,“ segir Ólafur. Fulltrúar G20, tuttugu stærstu iðnríkja heims, hittast í Washington á fimmtudag til að ræða aðgerðir til að koma í veg fyrir bankakreppu. Fjárfestar bíða óþreyjufullir niðurstöðu fundarins. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira