Verðum að standa saman 19. september 2011 05:00 Konurnar segja starf UN Women ómetanlegt í réttindabaráttu kvenna í heiminum. fréttablaðið/valli UN Women hafa öðruvísi nálgun á réttindabaráttu kvenna en flest önnur alþjóðleg samtök. Þetta er afskaplega mikilvægur samvinnuvettvangur sem gerir það að verkum að minni félög um heim allan geta tengst og unnið saman að sameiginlegum markmiðum. Þetta er mat Sabiha Husic og dr. Zilka Spahic-Siljac, tveggja kvenna frá Bosníu, sem hafa barist í fjölda ára fyrir réttindum kvenna í landinu. Þær eru nú staddar hér á landi í tilefni af Fiðrildaviku UN Women og munu taka þátt í málþingi samtakanna og Háskóla Íslands. „Samtökin UN Women veita okkur þann stuðning, skilning og hvatningu sem þarf til að standa vörð um réttindi kvenna,“ segir Spahic-Siljac. „Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim og það þarf að uppræta. Konur þurfa að hafa meiri áhrif varðandi efnahags- og öryggismál, sérstaklega þar sem stríð hefur geisað.“ Að mati kvennanna hefðu þau samtök sem þær standa að ekki náð sama árangri og raun ber vitni ef ekki hefði verið fyrir tilstuðlan UN Women. „Við höfum náð miklum árangri í Bosníu og það var, og er, mikil þörf á því. Við höfum náð að koma okkur í samband við önnur sambærileg samtök úti í heimi og það er ómetanlegt.“ Husic tekur undir orð Spahic-Siljac og undirstrikar mikilvægi tengslanets í grasrótarstarfi. „Við höfum unnið mikið með ólíkum hópum; konum sem hafa verið fórnarlömb stríðs, upplifað kynbundið ofbeldi og mansal. En við áttuðum okkur betur á því, fyrir tilstuðlan UN Women, að það er einnig mikilvægt að fá karlmenn með í umræðuna,“ segir Husic og bætir við að nú í fyrsta sinn séu karlmenn virkir í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi í Bosníu. „Við náðum að virkja karlmenn í tólf bæjarfélögum í Bosníu til að taka þátt í verkefnunum okkar og það gekk vonum framar,“ segir hún. Spahic-Siljac hefur unnið mikið með trúarbrögð í ólíkum samfélögum og notar trúarleg gildi til að ná til fólksins. „Við höfum rannsakað hvernig hægt er að tala um kynbundið ofbeldi út frá ólíkum trúarbrögðum og það skilaði miklum árangri,“ segir hún. „Þú getur talað í heilan dag um mannréttindi, norm og viðmið, en ef þú nærð ekki inn í hjarta og huga fólks með það sem skiptir það raunverulega máli, eins og trúarbrögð, þá skilar það engu.“ Fiðrildaviku UN Women lauk formlega á laugardag en hægt er að leggja málefninu lið á heimasíðu samtakanna, www.unwomen.is. sunna@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
UN Women hafa öðruvísi nálgun á réttindabaráttu kvenna en flest önnur alþjóðleg samtök. Þetta er afskaplega mikilvægur samvinnuvettvangur sem gerir það að verkum að minni félög um heim allan geta tengst og unnið saman að sameiginlegum markmiðum. Þetta er mat Sabiha Husic og dr. Zilka Spahic-Siljac, tveggja kvenna frá Bosníu, sem hafa barist í fjölda ára fyrir réttindum kvenna í landinu. Þær eru nú staddar hér á landi í tilefni af Fiðrildaviku UN Women og munu taka þátt í málþingi samtakanna og Háskóla Íslands. „Samtökin UN Women veita okkur þann stuðning, skilning og hvatningu sem þarf til að standa vörð um réttindi kvenna,“ segir Spahic-Siljac. „Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim og það þarf að uppræta. Konur þurfa að hafa meiri áhrif varðandi efnahags- og öryggismál, sérstaklega þar sem stríð hefur geisað.“ Að mati kvennanna hefðu þau samtök sem þær standa að ekki náð sama árangri og raun ber vitni ef ekki hefði verið fyrir tilstuðlan UN Women. „Við höfum náð miklum árangri í Bosníu og það var, og er, mikil þörf á því. Við höfum náð að koma okkur í samband við önnur sambærileg samtök úti í heimi og það er ómetanlegt.“ Husic tekur undir orð Spahic-Siljac og undirstrikar mikilvægi tengslanets í grasrótarstarfi. „Við höfum unnið mikið með ólíkum hópum; konum sem hafa verið fórnarlömb stríðs, upplifað kynbundið ofbeldi og mansal. En við áttuðum okkur betur á því, fyrir tilstuðlan UN Women, að það er einnig mikilvægt að fá karlmenn með í umræðuna,“ segir Husic og bætir við að nú í fyrsta sinn séu karlmenn virkir í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi í Bosníu. „Við náðum að virkja karlmenn í tólf bæjarfélögum í Bosníu til að taka þátt í verkefnunum okkar og það gekk vonum framar,“ segir hún. Spahic-Siljac hefur unnið mikið með trúarbrögð í ólíkum samfélögum og notar trúarleg gildi til að ná til fólksins. „Við höfum rannsakað hvernig hægt er að tala um kynbundið ofbeldi út frá ólíkum trúarbrögðum og það skilaði miklum árangri,“ segir hún. „Þú getur talað í heilan dag um mannréttindi, norm og viðmið, en ef þú nærð ekki inn í hjarta og huga fólks með það sem skiptir það raunverulega máli, eins og trúarbrögð, þá skilar það engu.“ Fiðrildaviku UN Women lauk formlega á laugardag en hægt er að leggja málefninu lið á heimasíðu samtakanna, www.unwomen.is. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira