Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa 1. september 2011 02:30 Eygló Harðardóttir Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira