Lífið

Þjáist af bakverkjum

Miklir verkir í baki koma í veg fyrir Victoria Beckham geti haldið á nýfæddri dóttur sinni, Harper Seven.
Nordicphotos/getty
Miklir verkir í baki koma í veg fyrir Victoria Beckham geti haldið á nýfæddri dóttur sinni, Harper Seven. Nordicphotos/getty
Victoria Beckham er of veikburða til að geta haldið á nýfæddri dóttur sinni, Harper Seven. Victoria, sem eignaðist dótturina fyrir nokkrum vikum, þjáist af miklum verkjum í baki sem komu upp þegar barnið var tekið með keisaraskurði.

Victoria tekur vandamálið mjög nærri sér og finnst erfitt að geta ekki séð um dótturina af fullum krafti. Eiginmaðurinn David Beckham hefur því þurft að stíga fram og heldur meðal annars á dótturinni á meðan Victoria gefur henni að drekka.

Harper Seven er fjórða barn Beckham-hjónanna en þeirra eina dóttur. Fyrir eiga þau strákana Brooklyn, Romeo og Cruz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.