Lífið

Hreyknari af megrun en Óskarnum

Jennifer Hudson ákvað að snúa við blaðinu eftir fæðingu sonar síns og lifa heilsusamlegar.nordicphotos/getty
Jennifer Hudson ákvað að snúa við blaðinu eftir fæðingu sonar síns og lifa heilsusamlegar.nordicphotos/getty
Leik- og söngkonan Jennifer Hudson sagði í nýlegu viðtali að hún væri hreyknari af þyngdartapi sínu en Óskarsverðlaununum sem hún hlaut fyrir leik sinn í Dreamgirls.

Hudson segir vaxtarlag sitt hafa verið ólíkt vexti annarra kvenna í Hollywood en að í heimaborg sinni, Chicago, hafi hún þótt nokkuð grannvaxin. „Í fyrstu skildi ég ekki af hverju fólk sagði mig vera „plus size“ en svo þegar ég leit í kringum mig á rauða dreglinum fattaði ég við hvað fólk átti.“

Hún sagði móður sína hafa hvatt sig áfram eftir að hún tók þá ákvörðun að grenna sig. „Mamma mín sagði mér að það þýddi ekkert að fara í megrun nema mig virkilega langaði til þess að missa nokkur kíló. Ég ákvað að setja mér markmið og lagði mikið á mig að ná þeim. Ég er stoltari af þyngdartapi mínu en ég er af Óskarnum,“ sagði Hudson í viðtali við tímaritið Self.

Hún segist jafnframt hafa viljað breyta um lífsstíl og lifa heilsusamlegar eftir að hún eignaðist son sinn, David Daniel Otunga Jr., árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.